Skilmálar
Viðskiptaskilmálar þessir gilda um allar ferðir og þjónustu móðurfyrirtækis og þeirra ferðaskrifstofa sem undir það heyra. Skilmálarnir skiptast í þrjá hluta:
1. Skilmálar Almennir Leiguflug
2. Skilmálar Sérferðir
3. Skilmálar Pakkaferðir í Áætlunarflugi
4. Skilmálar Flug Eingöngu
Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér skilmálana vandlega áður en ferð er bókuð.
________________________________________
1. Skilmálar Almennir Leiguflug 1.1. Samningsaðili og ábyrgð
Ferðaskrifstofan er samningsaðili viðskiptavinar og ber ábyrgð á framkvæmd ferðar samkvæmt bókunarstaðfestingu og gildandi upplýsingum á bókunardegi. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að leiðrétta villur í verði, texta og myndum.
1.2. Bókun og greiðsla
Við bókun greiðist staðfestingargjald, sem er almennt 50.000 kr. á mann í almennar ferðir. Fullnaðargreiðsla þarf að berast eigi síðar en 7 vikum fyrir brottför nema annað sé tekið fram.
1.3. Verð og verðbreytingar
Verð eru miðað við staðgreiðslu og netbókun. Verð getur hækkað vegna breytinga á flutningskostnaði, eldsneytisverði, sköttum eða gengissveiflum. Við áskiljum okkur rétt til að leiðrétta rangt verð sem gefið hefur verið upp vegna villu eða tæknilegra ástæðna.
1.4. Innifalið í verði
Flug, flugvallarskattar og hótel eru innifalin nema annað sé tekið fram. Akstur til og frá flugvelli og fararstjórn eru háð þátttöku.
1.5. Breytingar og afbókanir
Breytingargjald greiðist samkvæmt gildandi þjónustuverðskrá. Breytingar með minna en 6 vikna fyrirvara teljast sem afbókun. Afbókun skv. skilmálum leiðir til eftirfarandi endurgreiðslna:
• Meira en 28 dögum fyrir brottför: Haldið eftir 50% af verði (lágmark staðfestingargjald)
• 8–27 dögum fyrir brottför: Haldið eftir 75% af verði
• 7 dögum eða skemur fyrir brottför: Engin endurgreiðsla
1.6. Ferðatryggingar
Viðskiptavinum er eindregið ráðlagt að kaupa ferðatryggingu og/eða forfallatryggingu.
1.7. Persónuvernd
Ferðaskrifstofan fer með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlög.
1.8. Á áfangastað
Gististaðir, þjónusta og aðbúnaður geta breyst án fyrirvara. Kvartanir vegna meintra frávika skulu berast tafarlaust til fararstjóra eða þjónustuaðila á staðnum. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri á meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta. Að auki er þá ekki hægt að færa í betra horf fyrir farþega.
1.9. Börn
Börn undir 2 ára aldri fá ekki úthlutað sæti í flugi. Skriflegt samþykki forráðamanns þarf ef ferð er bókuð fyrir einstakling undir 18 ára aldri.
1.10. Farangur og flug
Farangur fylgir reglum flugfélaga. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á töfum eða skemmdum á farangri.
________________________________________
2. Skilmálar Sérferðir
2.1. Skilgreining
Sérferðir eru ferðir utan fastra áætlana, þar á meðal hópferðir, golf- og skíðaferðir, skemmtisiglingar o.fl.
2.2. Greiðslur
Staðfestingargjald í sérferðir er almennt 80.000 kr. á mann og lokagreiðsla þarf að berast 10 vikum fyrir brottför. Fyrir sum ferðaform getur staðfestingargjald verið hærra og greiðslufrestur lengri.
2.3. Breytingar og afbókanir
Sérferðir eru ekki endurgreiddar þegar minna en 10 vikur eru í brottför. Breytingar eru metnar í hverju tilviki fyrir sig og kunna að valda viðbótarkostnaði.
2.4. Lágmarksfjöldi og aflýsingar
Ef ekki næst lágmarksfjöldi áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að aflýsa með 30 daga fyrirvara eða meira. Endurgreiðsla er þá veitt að fullu eða sambærileg ferð boðin.
2.5. Ábyrgð og áhætta
Viðskiptavinir bera ábyrgð á eigin heilsufari og að uppfylla þátttökuskilyrði.
2.6. Almennir skilmálar
Að öðru leyti en tekið er fram varðandi sérferða skilmála gilda hinir almennu skilmálar.
________________________________________
3. Skilmálar Pakkaferðir í Áætlunarflugi
3.1. Skilgreining
Ferðir sem bókaðar eru með í rauntíma þar sem staðfesting og greiðsla eiga sér stað samstundis. Verð ferða reiknað út í hvert sinn sem viðskiptavinur leitar að ferð í rauntíma. Verð uppgefin á vef eru staðgreiðsluverð. Verð eru háð breytingum á gengi, völdu fargjald sem er í boði á hverjum tíma og verði á herbergjum viðkomandi hótela. Sama gildir um verð kynnisferða og annarrar þjónustu. Verð er staðfest þegar greiðsla hefur átt sér stað. Sölusíður eru beintengdar birgjum flugfélögum og hótelum og því geta uppgefin verð tekið breytingum fyrirvaralaust þar til gengið er rá greiðslu. Bókun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofu, en þó því aðeins að ferðaskrifstofa hafi staðfest pöntun og farþegi hafi á réttum tíma fullgreitt pöntun sína.
3.2. Greiðslur
Full greiðsla ferðar er gerð samstundis við bókun og er óendurkræf og óbreytanleg nema annað sé skýrt tekið fram.
3.3. Breytingar og afbókanir
Vegna eðlis „live instant - rauntíma“ ferða eru flugmiðar og hótelgistingu jafnan óbreytanleg og óendurkræf. Engar endurgreiðslur fást vegna breytinga eða afbókana.
3.4. Verð og framboð
Verð og framboð eru háð staðfestingu í rauntíma. Verð getur breyst án fyrirvara þar til full greiðsla hefur átt sér stað.
3.5. Ábyrgð og aðstoð
Ferðaskrifstofan veitir aðstoð ef vandamál koma upp en ber ekki ábyrgð á þjónustu sem samið er beint við þriðja aðila.
________________________________________
4. Skilmálar Flug eingöngu
4.1. Skilgreining
Ferðir sem bókaðar eru í rauntíma þar sem staðfesting og greiðsla eiga sér stað samstundis. Verð ferða reiknað út í hvert sinn sem viðskiptavinur leitar að ferð í rauntíma. Verð uppgefin á vef eru staðgreiðsluverð. Verð eru háð breytingum á gengi, völdu fargjald sem er í boði á hverjum tíma og annarrar þjónustu. Verð er staðfest þegar greiðsla hefur átt sér stað. Sölusíður eru beintengdar birgjum flugfélögum og því geta uppgefin verð tekið breytingum fyrirvaralaust þar til gengið er rá greiðslu. Bókun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofu, en þó því aðeins að ferðaskrifstofa hafi staðfest pöntun og farþegi hafi á réttum tíma fullgreitt pöntun sína.
4.2. Greiðslur
Full greiðsla ferðar er gerð samstundis við bókun og er óendurkræf nema annað sé skýrt tekið fram.
4.3. Breytingar og afbókanir
Vegna eðlis „live instant - rauntíma“ ferða eru flugmiðar óbreytanleg og óendurkræf. Engar endurgreiðslur fást vegna breytinga eða afbókana.
4.4. Verð og framboð
Verð og framboð eru háð staðfestingu í rauntíma. Verð getur breyst án fyrirvara þar til full greiðsla hefur átt sér stað.
4.5. Ábyrgð og aðstoð
Ferðaskrifstofan veitir aðstoð ef vandamál koma upp en ber ekki ábyrgð á þjónustu sem samið er beint við þriðja aðila.
________________________________________
Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér nánari skilmála á heimasíðu og leita til ferðaráðgjafa ef einhverjar spurningar vakna.