Calpe

Larimar er nýlegt 3ja stjörnu íbúðagisting staðsett nálægt smábátahöfninni og Ifach klettinum í Calpe. Íbúðirnar eru vel búnar og með góðum svölum með útsýni yfir smábátahöfnina, að Ifach klettinum eða yfir Salninas vatnið sem staðsett er fyrir ofan bæinn. Við bendum gestum þó á að á þessu gististað er ekki gestamóttaka og þarf að sækja lyklana í gestamóttöku á gististaðnum APARTAMENTOS TURMALINA sem er u.þ.b 600 metrum frá Larimar. ( Avenue Juan Carlos #26)  Larimar minnir fremur á sjálfstæðan íbúðakjarna en hótel, þarna býr fólk oft á tíðum í lengri tíma.

Athugið að gestir greiða 100 -150 evru tryggingargjald við komu á Apartamentos Turmalina og þar fæst tryggingargjaldið endurgreitt á brottfarardegi og einnig þarf að skila lyklum á Turmalina á brottfarardegiGestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

GISTING 

Íbúðirnar eru snyrtilegar og eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Þær eru einnig loftkældar og búnar öllum helstu þægindum. Þar er að finna sjónvarp, eldhúskrók, baðherbergi og rúmgóðar svalir með útsýni yfir smábátahöfnina, Salninas vatnið, eða Ifach klettinn. Í öllum íbúðum er að finna þvottavél. Íbúðirnar eru þrifnar á átta daga fresti og þá fá gestir ný handklæði og skipt er á rúmum. Íbúðir með einu svefnherbergi rúma 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 ung börn, þar sem önnur svefnaðstaðan samanstendur af svefnsófa í stofunni. Stærri íbúðirnar rúma allt að 5 fullorðna eða 4 fullorðna og 2 ung börn sem geta gist í svefnsófa í stofunni. 

AÐSTAÐA 

Á gististaðnum eru tvær sundlaugar og ein barnalaug ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Stutt er niður á strönd og ca 20 mínútna ganga í gamla bæinn í Calpe. 

STAÐSETNING 

Íbúðirnar eru vel staðsettar nærri smábátahöfninni og Ifach klettinum í Calpe. Stutt er í verslanir, veitingahús og helstu þjónustu. 

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-bláan sjó. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra stranda og iðandi mannlífi. Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og lifandi menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru girnilegar hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf. Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðunum sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Inni í bænum, stutt frá sjónum er grunt vatn sem nefninst Las Salninas og þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp stórkostlegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði. Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn. 

AÐBÚNAÐUR Á LARIMAR APARTMENTS 

Íbúðir 

Loftkæling 

Eldhúskrókur 

Svalir 

Loftkæling

Ofn 

Þvottavél

Örbylgjuofn

Sjónvarp

Baðherbergi

Baðkar/sturta

Kaffivél

Útisundlaug 

Barnalaug

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av. Juan Carlos I, 4, 03710 Calpe, Alicante, Spánn

Kort