Albir

Hotel Las Terrazas del Albir er lítið og vinalegt íbúðahótel staðsett á rólegum stað í Albir. Hótelið var opnað árið 2006. U.þ.b 600 metrar eru að ströndinni og 300 metrar inn í miðkjarna Albir. Íbúðirnar eru snyrtilegar með loftkælingu og svölum/verönd. 

GISTING 

Snyrtilegar íbúðir með einu svefnherbergi sem rúma allt að 4 eru með loftkælingu og svölum/verönd. Ágætlega útbúið eldhús með helstu þægindum, eldavél, ísskáp, örbylgjuofni og brauðrist. Stúdíóíbúðirnar eru minni en rúma allt að að þrjá. Stúdíó íbúðirnar eru með sturtu en íbúðirnar eru með baðkar. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi í gestamóttöku. Íbúðirnar eru þrifnar tvisvar í viku og þá er einnig skipt á rúmum. Handklæðaskipti eru þrisvar sinnum í viku. 

AÐSTAÐA 

Hótelið sjálft er á fjórum hæðum og eru lyftur. Gestamóttakan er opin frá 8-23. Í garðinum er lítill veitingastaður og bar, sólbaðsaðstaða og sundlaug. Hægt er að leigja handklæði við sundlaugina fyrir ca. 3 evrur á dag. Nuddstofa og nuddpottur á hótelinu. 

VEITINGAR 

Snarlbar er á hótelinu. 

STAÐSETNING

Hotel Las Terrazas er staðsett skammt frá Albir Playa hótelinu fyrir þá sem þekkja til. Um 600 metrar eru frá ströndinni og 300 metrar inn í miðkjarna Albir. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL LAS TERRAZAL 

Loftkæling 

Kynding 

Lyfta 

Svalir/verönd

Íbúðir/Studio

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Hárþurrka 

Sturta/baðkar 

Leikvöllur 

Útisundlaug

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er upp á uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm/Albir á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Cami Vell Altea, 56 03581 L´Alfas de Pi & Albir Spain

Kort