Lloret de Mar

 

Xaine Park hótelið er 3 stjörnu hótel í hjarta miðbæjar Lloret de Mar. Örstutt er á ströndina og veitingastaðir, verslanir og skemmtistaðir eru handan við hornið.  Á hótelinu er veitingastaður, bar og lítill sundlaugargarður með sundlaug. Á þaki hótelsins er einnig fín sólbaðsaðstaða með nuddpottum. Hægt er að velja hálft fæði og fullt fæði. Wi Fi 5 EUR pr dag eða 20 EUR pr viku.
Hótelið stendur við götu þar sem flestir nætuklúbbarnir í Lloret de Mar eru og er því mikið af ungu fólki á hótelinu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.


ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.


 

Upplýsingar

Av. Just Marlès, 41 E-17310 Lloret de Mar Ath: Greiða þarf gistiskatt 1 EUR á mann á dag beint til hótelsins

Kort