Costa Adeje

Parque del Sol er góð þriggja stjörnu gisting vel staðsett í hjarta Costa Adeje stranadrinnar. Aðeins 300m eru á Fanabé og Duque ströndina þar sem fjöldi veitingastaða, bara, kaffihúsa og verslana er í kring.

GISTING

Góðar og bjartar íbúðir í suðrænum stíl. Íbúðunum er mjög vel við haldið, innréttingar eru ljósleitar og smekklegar. Stofan er búin ljósum húsgögnum með eldhúskrók þar sem er örbylgju- og bakarofn ásamt öðrum heimilistækjum. Fullbúið baðherbergi, öryggishólf, sími og sjónvarp. Athugið að ekki eru lyftur fyrir allar íbúðir.

AÐSTAÐA

Allt svæðið er sérlega notalegt og hlýlegt og kapp lagt á að koma sem best til móts við þarfir og kröfur hótelgesta. Ekta fjölskyldustaður þar sem íbúðirnar eru byggðar í kringum sundlaugsvæðið. 

Garðurinn er afar fallegur, vaxinn hitabeltisgróðri og í honum er skemmtilega löguð sundlaug og barnalaug ásamt nuddpotti. Fín sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum án endurgjalds. Á hótelinu er góður líkamsræktarsalur sauna og þvottaaðstaða. Á Parque del Sol er minigolf, billjarð, borðtennis

VEITINGASTAÐUR

Aðal veitingastaður hótelsins er hlaðborðsstaður með morgun-, og kvöldmat. Á sundlaugarbar hótelsins sem er við miðja laugina er hægt að fá létta rétti yfir daginn og á kvöldin er hægt að sitja bæði úti og inni á bar hótelsins og njóta dans og leiksýninga.

FYRIR BÖRNIN

Frábær leikaðstaða er fyrir krakka á öllum aldri við hliðina á líkamsræktinni og á kvöldin er boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna. 

Playa de las Americas er í 3,5 km fjarlægð frá Costa Adeja ströndinni. Fyrir þá sem vilja komast í golf er Costa Adeje völlurinn aðeins 2,5 km í burtu. 

Upplýsingar

Calle Londres, 11 Playa Fanabé 38660 Costa Adeje Santa Cruz de Tenerife

Kort