Playa de las Americas

Hotel Sol Tenerife er fínt, mjög vel staðasett 3ja stjörnu hótel á Troya svæðinu alveg við sjóinn. Á hótelinu eru þrjár útisundlaugar og góð aðstaða til sólbaða. Herbergin eru loftkæld með svölum eða verönd með útihúsgögnum. Á þessu hóteli er yfirleitt mikið stuð og hentar það fremur ungu fólki í leit að fjörugu fríi í sólinni heldur en fjölskyldufólki. Stutt er einnig í góða bari og skemmtistaði. 

GISTING 

Herbergin eru tvíbýli, búin sjónvarpi, ísskáp, skrifborði og stól. Baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku í öllum herbergjum. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti inn á herbergin. 

AÐSTAÐA 

Sundlaugargarður með útsýni yfir fallegan sjóinn á Troya ströndinni. Í garðinum eru þrjár sundlaugar, þar af ein fyrir börn. Góð aðstaða til sólbaða er í garðinum og gestir geta fengið handklæði í láni, gegn tryggingu. Frítt internet er í sameiginlegu rými. Á hótelinu er heilsulind, tennisvöllur og hárgreiðslustofa, sem gestir geta fengið aðgang að gegn gjaldi. 

AFÞREYING 

Afþreying á hótelinu fyrir alla fjölskylduna. Á daginn er hægt að stunda hinar ýmsu íþróttir og æfingar eins og pilates, fótbolta, borðtennis, leiki ofl. Gestir geta einnig leigt tennisvöllinn gegn gjaldi. Á kvöldin troða skemmtikraftar upp eða lifandi tónlist er í boði. 

VEITINGASTAÐIR 

Val er um gistingu með morgunverð eða hálfu fæði. Á Sol Tenerife er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð sem býður upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð. Veitingastaðurinn sérhæfir sig í alþjóðlegri matseld en býður einnig upp á þekkta innlennda rétti. Reglulega eru þema kvöld þar sem gestir geta gætt sér á ítölskum eða mexíkóskum mat. Veitingastaðurinn er loftkældur. Tveir barir eru á hótelinu, annar við sundlaugina.

FYRIR BÖRNIN 

Á þessu hóteli er nóg um að vera fyrir hressa krakka. Míní-klúbbur er fyrir krakka á aldrinum 5 - 12 ára. Þar er t.d. farið í fjársjóðsleit, myndlist, leiki við og í sundlauginni ofl. Á kvöldin er mini-diskó, lifandi tónlist og skemmtanir. 

STAÐSETNING 

 

Hótelið er mjög vel staðsett alveg við ströndina og um 15 mínútna gangur er á hinn svokallaða „Laugaveg“. 600 metrar eru í aðal strætóstoppistöðina í Las Americas og 1 km í hinn fræga Siam Park. Stutt er í góða golfvelli. 

 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL SOL TENERIFE 

 

Morgunverður/hálft fæði

Útisundlaugar

Barnalaug 

Tvíbýli

Skemmtidagskrá 

Lifandi tónlist 

Barnadagskrá 

Mini-diskó 

Hlaðborðsveitingastaður 

Sundlaugarbar 

Frítt internet í sameiginlegri aðstöðu

Loftkæling

Sjónvarp

Handklæði(gegn tryggingu) 

Sólbaðsaðstaða 

Heilsulind 

Tennisvöllur 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá og barnadagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Rafael Puig Lliviana, S/N, 38660, Tenerife SPAIN

Kort