Estrella de Mar er mjög fínt 2 lykla íbúðahótel, stutt frá strönd í Roquetas de Mar. Garður með sundlaug og barnalaug.
GISTING
Íbúðirnar eru snyrtilegar og innréttaðar í spænskum stíl. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi með tveimur rúmum, baðherbergi, eldhúsi og stofu. Í stofunni er svefnsófi sem rúmar tvo. Svalir eru á öllum íbúðum með útsýni yfir sundlaug eða götu. Loftkæling er í stofu á öllum íbúðum Hægt er að fá internet á herbergin gegn gjaldi. Íbúðir eru þrifnar á 4 daga fresti. Ekki er hárblásari í íbúðunum.
AÐSTAÐA
Lítill en notalegur sundlaugagarður, sólbaðsaðstöðu og barnalaug. Á hótelinu er bar og setustofa með sjónvarpi. Stutt er á ströndina. Á þessu hóteli eru gæludýr leyfð. Þvottahús er á hótelinu og kostar 2 evrur. Tímapöntun fyrir þvott er í gestamóttöku. Gestamóttaka er opin milli 09:30 - 13:30 og 16:30 - 19:30. Lítil verslun er við hótelið.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður. Stutt er einnig í alla helstu þjónustu og veitingastaði. Gestir geta keypt morgunverð eða hálft fæði í júní, júlí og ágúst.
AÐBÚNAÐUR Á ESTRELLA DE MAR
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Bar
Setustofa
Sjónvarp
Þvottahús
Veitingastaður
Svalir
Upplýsingar
Avda. Mariano Hernández Urb. Playa Serena 04740 Roquetas de Mar Almería.
Kort