Benidorm

Gemelos XXII - Benidorm eru nýlegar og rúmgóðar íbúðir staðsettar nálægt Levante ströndinni (Rincón de Loix). Við hótelið er garður með sundlaug. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum. Einfalt hótel sem hentar öllum vel. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

GISTING

Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru mjög vel búnar. Allar íbúðir eru með loftkælingu yfir sumartímann (borga þarf 5 evrur á dag fyrir loftkælingu á tímabilinu 15. júní - 15. september) og stórum og góðum svölum, eldhúsið er vel búið og er þvottavél inni í þvottaherberginu. Sjónvarp er í öllum íbúðum, en greiða þarf fyrir notkun á því. Gólf í íbúðunum eru skúruð einu sinni í viku og skipt á rúmum og handklæðum einu sinni í viku. Greiða þarf tryggingargjald 150 evrur við komu en fæst það endurgreitt við brottför, reynist allt óskemmt. Greiða þarf tryggingargjald á hótelinu Buenavista. Á Buenavista eru lyklar líka sóttir á komudegi og lyklum er skilað þar á brottfarardegi. Hægt er að fá barnarúm, en panta þarf þau sérstaklega við komu á hótelið. Gjald fyrir barnarúm er ca 3 evrur á dag og greiða þarf tryggingagjald 20 evrur. Öryggishólf er hægt að leigja á skrifstofunni Fincas Benidorm sem er staðsett við ströndina. Skrifstofan þar sem hægt er að leigja öryggishólf og fá auka lykla af íbúð er opin frá kl. 9-13 og 17-19.

ATH.
Íbúðir okkar eru á öllum hæðum hótelsins. 
Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl 10. á brottfarardag. 

AÐSTAÐA 

Sundlaugaraðstaða er við hótelið með sundlaug og sólbekkjum. Útsýnið frá íbúðunum er mjög skemmtilegt. Hægt er að leigja sólbekki í garðinum. Greiða þarf tryggingagjald um 30 evrur sem fæst endurgreitt þegar sólbekknum er skilað. Athugið að engin gestamóttaka er á hótelinu, en húsvörður er á svæðinu allan sólarhringinn. 

STAÐSETNING

Staðsetningin Avda Latmella de Mar, sem er á Levante svæðinu um það bil 500 metra frá ströndinni, er frábær með tilliti til veitingastaða og verslana enda stutt í allt.

AÐBÚNAÐUR Á GEMELOS XXII 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Húsvörður 

Íbúðir með einu svefnherbergi 

Íbúðir með tveimur svefnherbergi

Eldunaraðstaða 

Baðherbergi

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Við bjóðum upp á akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Þeir farþegar sem taka ekki akstur með fararstjórum okkar á Los Gemelos XXII þurfa að sækja lykinn á íbúðagistinguna BUENAVISTA

Upplýsingar

AVDA ATMELLA DE MAR S/N Benidorm, Spánn ******************ATH: Gestir þurfa að yfirgefa íbúðir kl. 10 á brottfarardag.************

Kort