Albir

La Colina er 3ja stjörnu íbúðahótel, lítil gestamóttaka sem opin er allan sólarhringinn, veitingastaður, bar, sundlaug og barnalaug. Á þessum gististað er grillveisla einu sinni í viku og er þá lifandi tónlist. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

GISTING 

Fallegar og bjartar íbúðir og stúdíó með baðherbergi, eldhúskróki og svölum eða verönd. Skipt er á handklæðum tvisvar í viku og á rúmum einu sinni í viku. Barnarúm kosta 6 evrur á nótt og greitt er fyrir það hjá hótelinu beint. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti. Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum. Við komu þarf að greiða tryggingargjald til hótelsins, um 60 evrur, sem er endurgreitt við brottför. Loftkæling er virk frá c.a. 1.06. - 30.09

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstaða. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er grillveisla einu sinni í veiku og þá er lifandi tónlist og góð stemning ríkjandi. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður. Maturinn á þessum gististað er mjög góður og er verðið sanngjarnt. 

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er barnalaug og lítill leikvöllur. 

STAÐSETNING 

La Colina er í bænum Albir sem er notalegur staður í námundan við listamannabæinn Altea og Benidorm.

AÐBÚNAÐUR Á LA COLINA 

Útisundlaug

Barnalaug 

Veitingastaður 

Grill 

Lifandi tónlist 

Sólbaðsaðstaða 

Stúdíó

Íbúðir með 2 svefnherbergjum. 

Sólarhringsgestamóttaka

Bar 

Loftkæling(árstíðarbundin) 

Barnarúm(gegn gjaldi) 

Eldhúskrókur

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þáttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Pau Casals, 24, El Albir, Spain

Kort