Roque Nublo er einföld, vel staðsett 2ja stjörnu íbúðagisting á Ensku ströndinni. Hótelið er miðsvæðis á Ensku Ströndinni við Avenida de Tirajana rétt við Yumbo Center. Í byggingunni eru margir góðir veitingastaðir og garðurinn þykir sérlega notalegur, með upphitaðri sundlaug. Ein vinsælasta gisting Íslendinga á Kanarí í gegnum árin, góð staðsetning á eftirsóttum stað.
GISTING
Snyrtilegar, bjartar og einfaldar íbúðir. Í þeim er stofa, svefnherbergi, eldhúskrókur, baðherbergi og rúmgóðar flísalagðar svalir með garðhúsgögnum. Íbúðirnar rúma hámark 3 gesti. Í sumum íbúðum er baðkar og í öðrum er sturtubotn. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi í gestamóttökunni. Sjónvarp er inn á íbúðum en leigja þarf sjónvarpið í gegnum gestamóttökuna. Hægt er að tengjast netinu frítt en sækja þarf leyniorð í gestamóttökuna, nettenging er ekki mjög góð.
AÐSTAÐA
Í garðinum er upphituð sundlaug og sólbaðsaðstaða.
VEITINGAR
Í byggingunni eru góðir veitingastaðir s.s. Las Brasas, El Duke og Naboen.
STAÐSETNING
Hótelið er mjög vel staðsett miðsvæðis á hinni víðfrægu Ensku strönd rétt við Yumbo center. Stutt frá eru ótal veitingastaðir og skemmtilegir pöbbar.
AÐBÚNAÐUR Á ROQUE NUBLO
Íbúðir með einu svefnherbergi
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Veitingastaðir
Svalir
Eldhúskrókur
Baðherbergi
Frítt internet
Öryggishólf (gegn gjaldi)
ATH
Upplýsingar
Avda de Tirajana, 28, 35100 Playa del Ingles, Gran Canaria
Kort