Enska ströndin

Roque Nublo er einföld, vel staðsett 2ja stjörnu íbúðagisting á Ensku ströndinni. Hótelið er miðsvæðis á Ensku Ströndinni við Avenida de Tirajana rétt við Yumbo Center. Í byggingunni eru margir góðir veitingastaðir og garðurinn þykir sérlega notalegur, með upphitaðri sundlaug. Ein vinsælasta gisting Íslendinga á Kanarí í gegnum árin, góð staðsetning á eftirsóttum stað.

GISTING

Snyrtilegar og einfaldar íbúðir. Í þeim er stofa, svefnherbergi, eldhúskrókur, baðherbergi og rúmgóðar flísalagðar svalir með garðhúsgögnum. Íbúðirnar rúma hámark 3 gesti. Í sumum íbúðum er baðkar og í öðrum er sturtubotn. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi í gestamóttökunni. Sjónvarp er inn á íbúðum en leigja þarf sjónvarpið í gegnum gestamóttökuna. Hægt er að tengjast netinu inn á íbúðum gegn gjaldi. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

AÐSTAÐA

Í garðinum er upphituð sundlaug og sólbaðsaðstaða.

VEITINGAR

Í byggingunni eru góðir veitingastaðir s.s. Las Brasas, El Duke, Reno og Naboen.

STAÐSETNING 

Roque Nublo er mjög vel staðsett miðsvæðis á hinni víð frægu Ensku strönd rétt við Yumbo Center. Stutt frá eru ótal veitingastaðir og skemmtilegir pöbbar. 

AÐBÚNAÐUR Á ROQUE NUBLO 

Íbúðir með einu svefnherbergi 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Veitingastaðir 

Svalir 

Eldhúskrókur

Baðherbergi 

Internet gegn gjaldi 

Öryggishólf (gegn gjaldi) 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

Upplýsingar

Avda de Tirajana, 28, 35100 Playa del Ingles, Gran Canaria

Kort