Benidorm

Mjög vinsæll gististaður við endann á Levante ströndinni. Þvottahús er á hótelinu. Ágæt sameiginleg aðstaða er við sundlaugina. Veitingastaður og bar eru á hótelinu. Hægt er að komast á internetið á hótelinu. Hraðbanki á hótelinu.

Vistarverur

Íbúðirnar eru með 1 eða 2 svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Allar íbúðir eru með loftkælingu. Hægt er að fá barnarúm án endurgjalds. Við komu þarf að greiða tryggingargjald, um 60 evrur, sem fæst endurgreitt við brottför, reynist allt óskemmt. Leiga á öryggishólfi er um 2,50 evrur á dag. Sjónvarp er í íbúðunum, og eru 2 stöðvar í boði án gjalds, greiða þarf fyrir notkun á fleiri sjónvarpsstöðvum.

 

Okkar mat

Vinsælasti gististaðurinn á Benidorm.

Akstur: Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av. de Estocolmo, 8, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort