Grand Luxor er glæsilegt 4ra stjörnu hótel á Costa Blanca - Benidorm staðsett á egypska svæðinu í Terra Mitica skemmtigarðinum. Hótelið bíður upp á allt það helsta til að gera fríið ógleymanlegt. Hótelið er þægilega innréttað á nýtískulegan máta þannig að gestir geta slakað á í fríinu. Hótelinu fylgir aðgangur að Terra Mitica garðinum og Iberia Park garðinum, svo lengi sem þeir eru opnir.
GISTING
Snyrtileg herbergi, fallega innréttuð tvíbýli með fríu interneti. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími, míní-bar, baðherbergi með baðkari eða sturtu og öryggishólf(gegn gjaldi). Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd.
AÐSTAÐA
Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða fyrir þá sem vilja slaka á og njóta sólarinnar. Á hótelinu er einnig heilsulind þar sem gestir geta farið í nudd gegn gjaldi.
AFÞREYING
Nóg er um að vera á þessu svæði en hótelið er staðsett inni í egypska svæðinu í Terra Mitica skemmtigarðinum. Hótelinu fylgir miði í garðinn!
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaðurinn Grand Luxor Restaurant þar sem gestir geta snætt að loknum degi.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett á egypska svæðinu í Terra Mitica skemmtigarðinum á Benidorm.
AÐBÚNAÐUR Á GRAND LUXOR
Tvíbýli
Svalir
Loftkæling
Frítt þráðlaust internet
Útisundlaug
Heilsulind
Aðgangur að Terra Mitica garðinum
Upplýsingar
Ctra. Benidorm a Finestrat. s/n, Partida del Moralet, 03502 Benidorm, Alicante, España
Kort