Benidorm

Grand Luxor er glæsilegt 4 stjörnu hótel á Costa Blanca - Benidorm staðsett á egypska svæðinu í Terra Mitica skemmtigarðinum. Hótelið býður upp á allt það helsta til að gera fríið ógleymanlegt. Hótelið er þægilega innréttað á nýtískulegan máta þannig að gestir geta slakað á í fríinu. Hótelinu fylgir aðgangur að Terra Mitica garðinum og Iberia Park garðinum, svo lengi sem þeir eru opnir. 

GISTING

Snyrtileg herbergi, fallega innréttuð tvíbýli með fríu interneti. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími, míní-bar, baðherbergi með baðkari eða sturtu og öryggishólf(gegn gjaldi). Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða fyrir þá sem vilja slaka á og njóta sólarinnar. Á hótelinu er einnig heilsulind þar sem gestir geta farið í nudd gegn gjaldi. 

AFÞREYING

Nóg er um að vera á þessu svæði en hótelið er staðsett inni í egypska svæðinu í Terra Mitica skemmtigarðinum. Hótelinu fylgir miði í garðinn! 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaðurinn Grand Luxor Restaurant þar sem gestir geta snætt að loknum degi. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á egypska svæðinu í Terra Mitica skemmtigarðinum á Benidorm. 

AÐBÚNAÐUR Á GRAND LUXOR 

Tvíbýli 

Svalir 

Loftkæling 

Frítt þráðlaust internet 

Útisundlaug 

Heilsulind 

Aðgangur að Terra Mitica garðinum

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Ctra. Benidorm a Finestrat. s/n, Partida del Moralet, 03502 Benidorm, Alicante, España

Kort