Los Gigantes

Lagos de Cesar er gott 3ja stjörnu hótel, stutt frá ströndinni á vestur Tenerife. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldur og ferðalanga sem kjósa rólegt umhverfi og slökun á hótelinu. Stutt er þó í iðandi mannlíf Puerto de Santiago ef menn vilja kíkja út á lífið eða versla. Góður garður með rúmgóðri sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Einungis nokkra mínútna gangur er niður á girnilega ströndina. 

GISTING 

Herbergin eru loftkæld og ágætlega búin með sjónvarpi(gegn gjaldi), mini-bar og svölum eða verönd. Baðherbergi með hárþurrku og baðkari eða sturtu. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sólbaðsaðstaða, sundlaug og barnalaug en stutt er einnig niður á ljúfa ströndina, fyrir þá sem það kjósa. Líkamsrækt er á hótelinu ásamt hárgreiðslustofu. Frítt, þráðlaust internet er í gestamóttöku. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er dagskrá fyrir alla fjölskylduna og á kvöldin troða skemmtikraftar upp. 

VEITINGAR 

Veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis-, og kvöldverð. Þar er einnig bar og við sundlaugina er snarlbar þar sem gestir geta sötrað svalandi drykki á meðan þeir sóla sig.

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er barnalaug fyrir yngri gestina og starfræktur er barnaklúbbur á hótelinu. 

STAÐSETNING 

Lagos de Cesar er vel staðsett í seilingarfjarlægð frá öllu því nauðsynlegasta til þess að gera sólardvölina sem ánægjulegasta. Hótelið er staðsett í vesturhluta tenerife um 40 mínútur frá Suður flugvellinum á Tenerife. Um 400 metrar eru niður á strönd og um 300 metrar eru niður í miðbæ Puerto de Santiago. Þar er að finna verslanir, veitingahús, kaffihús og bari. 

AÐBÚNAÐUR Á LAGOS DE CESAR 

Sundlaug 

Barnalaug 

Sólbekkir 

Skemmtidagskrá 

Barnadagskrá 

Kvöldskemmtanir 

Bar 

Veitingastaður 

Sundlaugabar 

Stutt í strönd 

Frítt internet(í gestamóttöku)

Líkamsrækt 

Hárgreiðslustofa

Töskugeymsla

Sólarhringsmóttaka

Loftræsting 

Svalir/verönd

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Kort