Golf del Sur

Grand Muthu Golf Plaza er gott 4ra stjörnu íbúðahótel staðsett í Golf de Sur, á suðurhluta Tenerife. Golf de Sur er lítill bær staðsettur á suðurhluta Tenerife, í um 10 mínútna akstri frá flugvellinum Reina Sofia. Stór og glæsilegur sundlaugagarður er við hótelið ásamt lítilli heilsulind. Hótelið hentar pörum jafnt sem fjölskyldufólki. 

GISTING 

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og eru rúmgóðar og bjartar. Þær eru búnar öllum helstu þægindum til þess að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta, ásamt því að vera nokkuð skemmtilega hannaðar. Þær eru loftkældar, með öryggishófli og sjónvarpi. Íbúðirnar snúa annað hvort út á  götu eða út að sundlaug. Nokkrar íbúðir eru með sjávarsýn. 

AÐSTAÐA 

Við hótelið er fallegur sundlaugagarður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Þar er einnig að finna litla heilsulind þar sem gestir geta sótt ýmsa þjónustu, farið í líkamsræktina eða svamlað um í sundlaug(gegn gjaldi). Á hótelinu er leikjaherbergi. 

VEITINGAR

Á Grand Muthu Golf Plaza er veitingataður með hlaðborð. Hægt er að fá "allt innifalið" gegn gjaldi sé óskað eftir því. 

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er leikvöllur. 

STAÐSETNING 

Grand Muthu Golf Plaza er staðsett í bænum Golf de Sur, á suðurhluta Tenerife. 

Golf De Sur er rólegur, umkringdur tveim glæsilegum golfvöllum, Amarilla Golfvellinum og Golf del Sur Golfvellinum. Það er gott úrval af veitingastöðum og börum í næsta nágrenni og svo er að finna verlsunarkjarnann San Blas, sem er í 15 mínútna gangi frá hótelinu, sem hefur að geyma mikið af frábærum veitingastöðum. Strætisvagnar stoppa beint fyrir framan hótelið og tekur um 20 -30 mínútur að komast niður á Playa de las Americas svæðið.

Aðeins tekur um 10 mínútur að fara með leigubíl frá flugvellinum Reina Sofia og kostar bílinn um 15 evrur. Hótelið er einnig með góða samninga við báða golfvellina og geta séð um bókanir á rásartímum á sértilboði fyrir gesti hótelsins. Hótelið er um 500 metra frá sjónum og í um 15 mínútna gangi frá golfvöllunum Amarilla Golf og Golf del Sur. Athugið að ekki er sandströnd við bæinn. Næsti bær við Golf del Sur er Los Abrigos, sem er þekktur fyrir skemmtilegt svæði við höfnina og státar af einum af bestu veitingastöðum eyjunnar, en hægt er að ganga meðfram sjávarsíðunni út að þeim bæ.

AÐBÚNAÐUR Á GRAND MUTHU GOLF PLAZA 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Leikvöllur 

Heilsulind 

Líkamsrækt 

Hamam 

Gufubað 

Loftkæling 

Lyfta 

Hárgreiðslustofa

Snyrtistofa

Leikjaherbergi

Nudd

Sjónvarp

Baðherbergi

Hárþurrka 

Snarlbar

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Kort