Costa Adeje

Hard Rock Hotel  á Tenerife er glænýtt og stórglæsilegt 5 stjörnu hótel á Playa Paraiso svæðinu og talið eitt glæsilegasta hótelið á Tenerife. Hard Rock Hotel er í um 20 mínútna keyrslu frá Playa de Las Americas og staðsett við sjávarsíðuna hótel sem ofar að „Rokka“ fríinu þínu. Við hótelið er skemmtilegur sundlaugagarður með nokkrum sundlaugum og góðri skemmtana dagskrá.

 

Á hótelinu er frábær þjónusta, glæsilega innréttuð herbergi sem toppa þessa einstöku gistingu, auk þess sem heilsulindin eða líkamsræktin svíkur engan. Þá eru nokkrir frábærir veitingastaðir Hard Rock verslun og ekki má gleyma barna- og táningaklúbbnum ásamt frábærum stranda klúbb.

 

Herbergin eru mjög smart, rúmgóð og nýtískulega hönnuð með svölum eða verönd. Sjónvarp, öryggishólf, hárþurka, loftræsting, ketill og góð rúm fylgja öllum herbergjum ásamt öðrum þægindum.

Hard Rock Hotel Tenerife er staðsett í Playa Paraiso, sem er lítill bær vestan meginn á eyjunni og í um 20 mínútna akstri frá Costa Adeje og Playa de Las Americas. Strætóar á milli svæðanna.

 

 

Upplýsingar

Avenida Adeje, 300, 38670 Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spain

Kort