Santa Cruz

Occidental Santa Cruz Contemporáneo (áður Barceló Santa Cruz Contemporáneo) er staðsett í miðbæ höfuðborgarinnar Santa Cruz á Tenerife, við skrúðgarðinn Parque Sanabria Garcia.

UM HÓTELIÐ

Hótelið er fallega hannað í nútímalegum stíl og býður upp á ókeypis WiFi og veitingahús á fyrstu hæð. Á þaki hótelsins er útisundlaug sem er opin hluta úr ári og aðstaða til sólbaða.

Herbergin eru hlýleg og "smart" og búin loftkælingu, flatskjá, minibar og sérbaðherbergi með hárþurrku.

Veitingahús hótelsins, Alfredo Restaurant, býður upp á úrval af Miðjarðarhafsréttum og rétti frá kanaríeyjunum. Það er einnig bar á staðnum sem framreiðir kokteila. Finna má marga veitingastaði og verslanir í nágrenninu.

Á Occidental Santa Cruz Contemporáneo eru einnig salir sem henta vel fyrir fundi og ráðstefnur.

Mjög gott hótel í heimsborginni Santa Cruz.  ATH að herbergin eru ekki með svölum.

BORGIN SANTA CRUZ

Borgin Santa Cruz er byggð upp við fallegar breiðgötur, kallaðar „Ramblas“. Í borginni er skemmtilegt andrúmsloft, sem er bæði róandi og seiðandi, án þess að missa hið skemmtilega yfirbragð heimsborgar af þessari stærð. Hér er að finna frábærar verslanir, verslunarmiðstöðar, veitinga- og kaffihús. Í næsta nágrenni er einnig stærsta og glæsilegasta strönd eyjunnar „Las Teresitas“ og í aðeins 15 mín ferð með sporvagni ertu kominn til hinnar þekktu fyrrverandi höfuðborgar Tenerife, La Laguna, en sú borg er yfir 500 ára gömul og er komin á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir einstaka sögu og fallegar byggingar. 

AÐSTAÐA

Sundlaug á þaki hótelsins

Sólbaðsaðstaða

Sólarhrings móttaka

Loftkæling

Bílaleiga

Öryggishólf

Lyfta

Fjölskylduherbergi

Frítt internet

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

 

 

 

Upplýsingar

Rambla Santa Cruz, 116 38001 Santa Cruz Tenerife

Kort