Playa de las Americas

Apartamentos Playazul eru 2ja stjörnu íbúðahótel í hjarta Amerísku strandarinnar. Stutt í alla þjónustu og í göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið er umvafið fjölbreyttum veitingastöðum.

GISTING

Íbúðahótel, bæði með stúdíóíbúðir og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Athugið að íbúðirnar eru ekki loftkældar.

AÐSTAÐA

Í garðinum er sundlaug og busllaug, sem eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina, sem og lítill vatnsrennigarður. Gestir geta leigt handklæði í garðinum, gegn gjaldi.

AFÞREYING

Á hótelinu er einnig billjard borð.

VEITINGASTAÐUR

Það er er snarlbar við útilaugina og sjálfsalar í móttökunni. Það er einnig lítil kjörbúð á hótelinu. Hótelið er í innan við fimm mínútna göngufjarlægð frá fjölbreyttu úrvali veitingastaða.

FYRIR BÖRNIN

Busllaug og lítill vatnsrennigarður. Fjölskyldu/leikherbergi.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett í hjarta Amerísku strandarinnar. 2. mínútna göngutúr er niður á strönd og svæðið mjög barnvænt.

AÐBÚNAÐUR Á PLAYAZUL

  • Útisundlaug
  • Busllaug
  • Lítill vatnsrennigarður
  • Handklæðaleiga
  • Sólbaðsaðstaða
  • Sólarhringsmóttaka
  • Töskugeymsla
  • Internet
  • Kjörbúð
  • Reiðhjólaleiga

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Kort