Benidorm

Hótel Blue Seas Calas Marina er einfalt 3* hótel staðsett í um 2 min göngufjarlægð frá ströndinni og 3 km frá gamla bænum á Benidorm. 

GISTING

Herbergin eru einföld en stílhrein og hafa loftkælingu, sjónvarp, svalir og öryggishólf.

AÐSTAÐA 

Lítill og notalegur sundlaugagarður með sólbekkjum og sólhlífum. 

AFÞREYING 

Hótelið býður gestum upp á líf og fjör jafnt á daginn sem á kvöldin með skemmtidagskrá.

VEITINGAR 

Hægt er að kæla sig niður með köldum drykkjum á barnum og njóta hlaðborðs á veitingastaðnum á hótelinu.

STAÐSETNING 

Staðsett stutt frá ströndinni og aðeins 3 km frá gamla bænum á Benidorm.

AKSTUR 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða. 

AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL BLUE SEA CALAS MARINA

Tvíbýli 

Baðherbergi 

Svalir 

Loftkæling 

Öryggishólf 

Sólbaðsaðstaða 

Útisundlaug 

Leikvöllur

Veitingastaður(hlaðborð)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle Asturias, 1, 03502 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort