Las Palmas

Hótel Lemon & Soul Las Palmas, áður hótel Atlanta er 3ja stjörnu hótel staðsett í höfuðborg Kanaríeyja Las Palmas. Hótelið var gert upp veturinn 2019. Hótelið er vel staðsett en það er aðeins 50 metrum frá Las Canteras ströndinni. Stutt er í allt það helsta frá hótelinu. 

GISTING

Herbergin eru innréttuð í björtum stíl. Tvíbýlin/tveggja manna herbergin rúma að hámarki 3 einstaklinga og eru þau einföld en þar er að finna öryggishólf, síma, baðherbergi og sjónvarp, ath. ekki eru svalir á tvíbýlum.
 Eins eru í boði fjölskylduherbergi sem taka 2 fullorðna og 2 börn eða 3 fullorðna. Fjölskylduherbergin eru útbúin litlu eldhúsi með öllu því helsta s.s. ísskáp, ofn, örbylgjuofn og eldhúsáhöldum. Baðherbergið er með sturtu eða baðkari, litlar svalir. Hægt er að óska eftir superior herbergi, þau herbergi eru með svölum og litlu eldhúsi. 

AÐSTAÐA

Á þaki hótelsins er sólarverönd með nuddpott og sturtu. Frábært útsýni á þakinu og er horft yfir Las Canteras, hafið og Las Palmas. 

AFÞREYING

Hægt er að slaka á á þaki hótelsins en stutt er í alla helstu þjónustu sem Las Palmas býður upp á.

VEITINGASTAÐIR

Enginn veitingastaður né bar er á hótelinu en ekki þarf að leita langt út fyrir hótelið til að snæða góða máltíð eða drykk. Hægt er að fá sér morgunmat frá 7:00 - 10:30 í kaffiteríu sem er stutt frá hótelinu.

STAÐSETNING

Hótelið er í höfuðborginni Las Palmas, stutt er í alla þjónustu.

AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL LEMON & SOUL LAS PALMAS

Sólarverönd

 

Nuddpottur

 

Handklæði (gegn auka gjaldi)

 

Sólarhringsmóttaka

 

Þvottaþjónusta (gegn auka gjaldi)

 

Öryggishólf (gegn auka gjaldi)

 

Hárþurrka (ekki í öllum herbergjum en hægt að fá í móttöku)

 

Strandhandklæði

 

Sjónvarpssetustofa

 

Frítt WI-FI

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle Alfredo L. Jones, 37 35008 Las Palmas, Spánn

Kort