Playa de las Americas

Paradero Apartments er einföld tveggja stjörnu íbúðagisting á Playa de las Americas. Stúdíóíbúðirnar eru stílhreinar og stutt í allt það helsta.

Gestir hafa aðgang að sundlauginni og allri auka þjónustu á Caribe. 

ATH að það þarf að tékka sig inn og út í Caribe íbúðagistingunni sem er staðett 600 metrum frá gistingunni.

GISTING 

Einfaldar stúdíóíbúðir með eldhúsi, svefnsófa, sjónvarpi og eldhúsborði. 

AÐSTAÐA 

Gestir geta nýtt sér sundlaug, sólbaðsaðstöðu og alla auka þjónustu á Caribe sem er staðsett um 600 metrum frá.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett ekki langt frá hótel Gala og Ole Tropical. Um 10 - 15 mín tekur að ganga á Laugaveginn.

AÐBÚNAÐUR

Á Caribe íbúðahótelinu staðsett einungis rétt við Paradero Apartments er að finna útisundlaug, sólbaðsaðstöðu, snarlbar, tennisvöll, mini golf, billiard borð, borðtennisborð og leikjaherbergi sem gestir hafa aðgang að.

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Quinto Centenario, s/n 38660 Playa de las Americas, ES

Kort