Lloret de Mar

Hotel Norai er vel staðsett, einfalt, 2 stjörnu hótel í miðbæ Lloret de Mar. Hótelið stendur við aðalverslunargötuna, aðeins um 300 metra frá ströndinni.  Einnig eru 3 km að næsta golfvelli. 

Veitingar

Morgunverðarhlaðborð og bar er á hótelinu, stutt er í fleiri veitingastaði og verslanir. 

Aðstaða

Norai er með 39 herbergi og er á fjórum hæðum. Það er innréttað í einföldum og vinalegum stíl.  Notaleg gestamóttaka sem er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er kaffi-bar og sjónvarpsherbergi. Loftkæling, lyfta, intenet café og gestamóttaka opin allan sólahringinn. Á verönd hótelsins er heitur pottur. 

Herbergin 
Herbergin  eru stílhrein og einföld með baðherbergi, baðkari, hárþurrku og loftkælingu. Rúmföt og handklæði eru í boði en sjónvarp, öryggishólf og minibar eru í boði gegn gjaldi. Á hótelinu er innfalinn morgunverður.

Afþreying

Stutt fjarlægð í ströndina (500m), miðbæinn (300m) og golfvöll (3 km). Fyrir þá sem hafa áhuga þá er fallegur garður, Jardines de Santa Clotilde í 2 km. fjarlægð. 


ATH:   

Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. 
 

Upplýsingar

C/ de San Pedro, 81, 17310 Lloret de Mar, Spain

Kort