Los Cristianos

Saint George er nýlega uppgert 3* hótel, með nútímalegum byggingum á frábærum stað milli Los Christianos og Playa de las America. Aðeins 200 metrum frá Las Vistas strönd og í stuttri fjarlægð frá úrvali veitingastaða og skemmtana. 


Herbergin

Herbergin eru björt og hreinleg, útbúin ýmsum þægindum. Á öllum herbergjum er sjónvarp, svalir eða verönd, öryggishólf, eldhús með tveimur hellum, ísskápur, örbylgjuofn og suðuketill. Baðherbergi með sturtu og hárþurrku. Engin loftkæling er í íbúðunum en hægt er að leigja viftu.
Stúdíó íbúð rúmar að hámarki tvo fullorðna. 
Íbúð með einu herbergi rúmar allt að þrjá fullorðna. Það er með sér svefnherbergi og stofu með svefnsófa.
Íbúð með tveimur herbergjum rúmar allt að fimm fullorðna. Þar eru tvö svefnherbergi og stofa með svefnsófa. Á svölum er hengistóll. 

Veitingar
Á hótelinu er sundlaugarbar sem er opinn á daginn sem er með ýmsa drykki fyrir gesti. Einnig er morgunverðar veitingastaður á hótelinu. Í nágrenninu eru fjöldi veitingastaða. 

Aðstaða
Frítt Wifi, lyfta, stór og góð útisundlaug, billjardborð, garður og flott sólbaðssvæði. Gestir fá afslátt af líkamsræktinni Gym Spacio 10. Gestamóttaka er lokuð milli 14 og 16.

Staðsetning
Í nálægð við hótelið er strönd (200 m), golfvöllur (3 km), Spacio 10 - heilsulindina og fleira

Upplýsingar

Calle Finlandia, 5, 38650 Los Cristianos, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort