Tossa de Mar

Hótelið er staðsett á rólegum stað, 1.2 km. frá ströndinni, 200m. frá nærstu stórverlsun.  ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING

Í herbergjum eru svalir sem snúa að sundlaugargarðinum. Með þeim er loftræsting, eldhúskrókur, sjónvarp, baðherbergi, ísskápur, frítt wifi, hárþurrka, örbylgjuofn, eldhúsáhöld, útihúsgöng og fleira. Stúdíó íbúðirnar eru 18 fm og eru með svefnsófa. Eins herbergja íbúðirnar eru 25fm með tveimur einbreiðum rúmum og einum svefnsófa. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er útisundlaug fyrir bæði fullorðna og börn. Garðurinn er með sólbaðsaðstöðu og leikvöll fyrir börnin.  Einnig er innilaug. 
Á sumrin er Mini-klúbbur fyrir hressa krakka. Á hótelinu er lyfta. Herbergin eru þrifin einu sinni í viku, ef gestir vilja fá dagleg þrif þá greiða þeir 6 evrur aukalega fyrir hvern dag. 

AFÞREYING

Á fyrstu hæð hótelsins er leikjaherbergi, með borðtennis og billjardborð. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og sjálfsalar með heitum og köldum drykkjum ásamt snarli. 
Barinn er opinn frá 10 á morgnanna til 18 á kvöldin. 
Ath. að í hálfu fæði þá þurfa gestir að fara á Hotel Oasis Tossa % spa (100 m. frá) til að fá hádegisverð.

FYRIR BÖRNIN

Á sumrin er Mini-klúbbur fyrir hressa krakka.

STAÐSETNING

Hótelið er við miðbæ Tossa de Mar í hljóðlátu hverfi, stutt frá ströndinni og gamla bænum. 
 

Ath. við komu þá eru gestir rukkaðir um 60Evrur per íbúð.
Við brottför þá fá gestir þá upphæð endurgreidda, eftir að gengið hefur í skugga um að allt sé í lagi með íbúðina.

AÐBÚNAÐUR Á GOLDEN BAHIA DE TOSSA

Útisundlaug 

Innisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Loftkæling

Svalir

Baðherbergi

Krakkaklúbbur

Lyfta

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

Carrer Víctor Català, 17, 17320 Tossa de Mar, Girona, Spánn

Kort