Enska ströndin

Bohemia Suites & Spa er mjög gott 5 stjörnu hótel aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er staðsett í fallegu umhverfi á Kanarí, rétt við Ensku ströndina. Góð aðstaða, heilsulind, líkamsrækt, tvær sundlaugar, veitingastaður, kokteilbar, sundlaugarbar og fleira.

GISTING

Herbergin eru fallega innréttuð með þægindi í fyrirrúmi. 
Öll herbergi eru með WiI-FI, iMac, sjónvarp, loftræstingu, "rainfall" sturtu, snyrtivörum á baðherbergi, kaffi- og te aðstöðu, drykk og ávexti við komu, strandtösku, aðgang að líkamsræktinni og heilsulindinni. Að auki er Minibar, sloppur og inniskór, öryggishólf og svalir með garðhúsgögnum. 
Deluxe herbergin eru staðsett á lægri hæðum hótelsins. 
Junior Suite: eru staðsettar á 4 - 7 hæð og eru stærri en deluxe herbergin. Að auki eru þær með sólbekk á svölum, Expresso kaffivél, stórt fatarými, stofu, tvo vaska á baðherbergi og stórt skrifborð. 
Corner Junior Suite: er stærsta herbergið, aukalega er baðkar, expresso kaffivél, stórt fatarými, tveir vaskar, stofa, stór sturta og stórar svalir með sólbekkjum. 

AÐSTAÐA

Siam Spa er heilsulind sem býður upp á ýmsar meðferðir og nudd. Þar eru tvær laugar, sauna, gufubað, flot og nuddpottur. Líkamsræktin er vel út búin með úrval líkamsræktartækja og sjónvörpum. 

Garðurinn er gróðursæll með pálmatrjám og framandi blómum. Í garðinum og við sundlaugina er góð aðstaða til sólbaða. Tvær laugar eru í sundlaugargarðinum, ein stærri og ein minni. Einnig er nuddpottur.
Á sundlaugarbarnum er hægt að fá sér eitthvað frískandi, drykki og snarl. 

AFÞREYING

Á hótelinu er hægt að njóta sín við sundlaugarbakkann, fá sér drykk á kokteil barnum og rækta líkama og sál í heilsulindinni og líkamsræktinni. Einnig er hægt að kíkja í Yumbo Center verslunarmiðstöðina, fara í golf, fara að vitanum í Maspalomas og margt fleira. 

VEITINGASTAÐIR

Flottur 360° veitingastaður með útsýni til allra átta yfir sandöldurnar á Maspalomas og Atlantshafið. Á morgnanna er góður morgunverður og á kvöldin er à la carte veitingastaður. 
Kokteil barinn er einnig með stórkostleg útsýni, aðeins fyrir fullorðna. Þar er hægt að njóta sólsetursins á kvöldin, en hann er staðsettur á áttundu hæð hótelsins. Barinn býður upp á miðjarðarhafs rétti. 

Upplýsingar

Av. Estados Unidos 28 35100 Las Palmas Spánn

Kort