Lloret de Mar

Hótel Delamar er huggulegt 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta Lloret de Mar. Stutt er í ströndina og mannlífið í bænum. Á hótelinu má finna sundlaug og góða sólbaðsaðstöðu bæði í garðinum og á þaki hótelsins. Gestir geta valið um morgunverð eða hálft fæði. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Fín tvíbýli með því helsta s.s. ísskáp, kaffivél, svölum, sjónvarpi, síma, loftkælingu, baðherbergi, öryggishólfi, sturtu, hárþurrku og fríu WiFi.

AÐSTAÐA 

Góð sólbaðsaðstaða og sundlaug bæði í garðinum og á þaki hótelsins. Hægt er að fá handklæði á hótelinu fyrir ströndina sem er svo skipt út daglega. Njóttu á nuddstofu hótelsins en hún býður upp á úrval meðferða. Einnig er líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn þar sem hægt er að æfa sjálfur eða undir leiðsögn einkaþjálfara.

AFÞREYING

Mikil afþreying er á svæðinu sem auðvelt er að komast í en þar má nefna golf og úrval vatnasporta t.d. köfun, kayak, snorkla, siglingar og jet skii. Njóttu lífsins á nuddstofu hótelsins en hún býður upp á úrval meðferða. Einnig er líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn þar sem hægt er að æfa sjálfur eða undir leiðsögn einkaþjálfara

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu má finna veitingastaðinn The American en þar er borinn fram morgun-, hádegis-, og kvöldverður og er hann opinn frá 7:30 – 12:00 og svo frá 19:00 – 22:00.

Sundlaugarbarinn er opinn frá 10:00 – 00:00 alla daga en þar er hægt að fá sér drykki og smárétti fyri daginn.

La Lliberia barinn er opinn frá 10:00 – 00:00 alla daga og býður upp á glæsilega kokteila og aðra drykki.

FYRIR BÖRNIN 

Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett í hjarta Lloret De Mar og örstutt frá ströndinni. Um klukkustund og 20 min tekur að aka frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL DELAMAR

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Sólbaðsaðstaða á þaki hótelsins

Veitingastaður 

Sundlaugarbar

Bar

Morgunverður/hálft fæði

Nuddstofa

Loftkæling

Svalir

Öryggishólf

Baðherbergi

Ískápur

Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

ATH Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

Av. Just Marlés Vilarrodona, 21, 17310 Lloret de Mar, Girona, Spánn

Kort