Lloret de Mar

Fenals Garden er 4 stjörnu hótel staðsett rétt við bæjarmörk Lloret de Mar. Aðeins eru um 400 metrar niður á strönd og um 10 mínútna ganga í miðbæinn þar sem finna má úrval veitingastaða, verslana og næturklúbba. Gestir geta valið morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Herbergin eru einföld og hafa það helsta sem þarf t.d. baðherbergi, sjónvarp, síma, loftkælingu, hárþurrku, svalir, ísskáp og fleira. Hægt er að dvelja í tvíbýli eða superior tvíbýli. Superior tvíbýlin eru uppgerð. Eins eru einbýli í boði.

AÐSTAÐA

Í garðinum má finna sundlaug sem skipt er upp í tvennt, annars vegar fullorðinssvæði og hins vegar barnasvæði en þar eru leiktæki. Á verönd hótelsins er lítill leikvöllur með rólum og rennibraut og sólbekkir fyrir foreldra. Líkamsrækt og sauna eru á hótelinu gegn vægu gjaldi. Frítt WiFi er á almennum svæðum.

AFÞREYING

Mikil afþreying er á svæðinu sem auðvelt er að komast í en þar má nefna golf og úrval vatnasporta. Einnig er líkamsrækt og sauna á hótelinu gegn vægi gjaldi.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður fyrir allar máltíðir en einnig má finna bar/kaffihús sem er opið frá 8:00 – 00:00 alla daga.

FYRIR BÖRNIN 

Leikvöllur og barnalaug með leiktækjum.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett rétt við bæjarmörk Lloret De Mar og um 400 metrum frá ströndinni. Um klukkustund og 15 min tekur að aka frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL FENALS GARDEN

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar

Morgunverður / hálft fæði / fullt fæði

Líkamsrækt

Sauna

Loftkæling

Svalir

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Avinguda Amèrica, 41, 17310 Lloret de Mar, Girona, Spánn

Kort