Benidorm

Tropic Relax er einfalt 3 stjörnu hótel staðsett í aðeins 5 min göngufjarlægð frá ströndinni Cala de Finestrat á Benidorm. Rúmgóð herbergi, stutt í mannlífið, verslanir og veitingastaði. 

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð með baðherbergi, síma, loftkælingu, sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Hægt er að óska eftir hárþurrku og straujárni í afgreiðslu. Hægt er að leigja barnarúm á 7 evrur á nótt ef framboð leyfir.

AÐSTAÐA

Við hótelið er ágætis sólbaðsaðstaða, sundlaug með rennibraut og sólbekkir.

AFÞREYING

Skemmtidagskrá er á hverjum degi og eins er boðið upp á jóga og slökunartíma.

VEITINGAR

Hægt er að velja fullt fæði en drykkir eru ekki innifaldir. Bæði má finna kaffiteríu og hlaðborðsveitingastað á hótelinu en opnunartímar eru þessir:

Kaffihúsið er opið á sumrin frá 10:00 - 01:00 og á veturnar frá 10:00 - 00:00.

Hlaðborðsveitingastaðurinn hefur mismunandi opnunartíma en á sumrin er opið fyrir morgunverð frá 8:30 - 10:30, hádegisverð frá 13:30 - 15:30 og kvöldverð frá 20:00 - 22:00.

Á veturnar er opnunartíminn þessi, morgunverður frá 8:00 - 10:00, hádegisverður frá 13:00 - 15:00 og kvöldverður frá 19:30 - 21:30.

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er skemmtidagskrá sem bæði börn og fullorðnir geta notið.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í  um 5 min göngufjarlægð frá ströndinni Cala de Finestrat á Benidorm. Stutt er í miðbæ Benidorm.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL TROPIC RELAX

Tvíbýli

Sólbaðsaðstaða

Sundlaug

Rennibraut

Hlaðborðsveitingastaður

Kaffitería

Skemmtidagskrá

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með  fyrirvara ef um slíkt er að ræða. 

Upplýsingar

Calle Relleu, 3, 03509, Alicante, Spánn

Kort