Costa Adeje

Royal River & Spa er nýtt 5 stjörnu lúxus hótel sem opnar 1. júlí 2020. Einstaklega fallegt lúxus hótel sem er hannað í frumlegum og nútímalegum stíl. Hótelinu er skipt upp í nokkrar, ólíkar týpur af lúxus-villum og svítum þar sem hver villa er með aðgang að sundlaug eða að einkasundlaug. Á hótelinu er glæsileg heilsulind og góðir veitingastaðir. Fullkomið hótel fyrir þá sem vilja stinga af í algjöra einangrun og lúxus á stað þar sem tíminn virðist standa í stað.

VILLURNAR

Villurnar  á hótelinu eru ólíkar gerðir af glæsilegum villum og er hver þeirra hönnuð til þess að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. 

River Svíta með 1 svefnherbergi: Þessi villa er 120 fermetrar með einu svefnherbergi og hentar því vel tveimur einstaklingum sem vilja hafa það notalegt saman. Auk svefnherbergisins er að finna setustofu, ásamt verönd og aðgang að sundlaug. Frítt þráðlaust internet er í svítunni ásamt sjónvarpi, Nespresso og minibar. Þessi svíta er fyrir 18 ára og eldri.

 

River Svíta með 2 svefnherbergjum: Þessi villa er 180 fermetrar með tveimur svefnherbergjum. Auk svefnherbergjana er að finna baðherbergi, setustofu, ásamt verönd með aðgang að sundlaug. Frítt þráðlaust internet er í svítunni ásamt sjónvarpi, Nespresso og  minibar Þessi svíta er fyrir 18 ára og eldri.

 

Pool Villas: Er 140 fermetrar með einu svefnherbergi. Auk svefnherbergisins er að finna baðherbergi, setustofu ásamt verönd með aðgang að sundlaug, minibar, flatskjá, öryggishólf gegn gjaldi og frítt þráðlaust internet.

 

Grand Pool Villa: Hægt er að fá þessa Villu með 1, 2 eða 3 svefnherbergjum. Ásamt svefnherbergjunum er að finna baðherbergi, setustofu, verönd með einka sundlaug, minibar, flatskjá, Nespresso, öryggishólf og frítt þrálaust internet

 

Paradise Villa: Er 250 fermetra 3 svefnherbergja villa með þremur baðherbergjum. Í villunni er setustofa, stór og rúmgóð verönd með einkasundlaug, flatskjá, öryggishólf, Nespresso og frítt þrálaust internet.

 

Lagoon Villa: Hægt er að fá þessa villu með 1 eða 2 svefnherbergjum. Villurnar eru útbúnar með baðhergi, setustofu ásamt verönd með aðgang að sundlaug. Í villunni er flatskjár, öryggishólf, Nespresso og frítt þráðlaust internet. Þessar villur eru fyrir 18 ára og eldri.

 

Aðstaða:

Skemmtilegt hótel í nútímalegum stíl byggt ofan á manngerða á sem hægt er að baða sig í. Glæsileg heilsulind er á hótelinu þar sem gestir geta slakað á, farið í nudd eða aðrar meðferðir. Góð líkamsræktar aðstaða er á hótelinu ásamt tennis og krikket velli, stutt er í golfvöll.

 

Veitingastaðir:

Val er um morgunverð eða hálft fæði. Á hótelið bíður upp fjölbreytt úrval af veitingastöðum ásamt börum. Hægt er að velja um 6 mismunandi staði.

 

Staðsetning:

Hótelið er staðsett fyrir framan golfvöllinn á Costa Adeje með frábæru útsýni.

 

Aðbúnaður á Royal River & SPA

Loftkæling

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða(hafið samband við söludeild)

Sundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind 

Nudd

Líkamsmeðferðir

Líkamsrækt 

Baðherbergi

Sloppur 

Inniskór 

Sjónvarp

Einkasundlaug 

Einkaverönd

Sundlaug með útsýni

Þaksundlaug

Baðkar 

Sturta 

Hárþurrka

Fataskápur

Setustofa

Stutt á golfvöll

Mini-bar 

Flatskjár

Veitingastaður 

Bar

Frítt internet

Þrif 

Krikket völlur

Tennisvöllur

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Alcojora, s/n, 38670 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort