Hótelið Smy Santa Eulalia Algarve er 3 stjörnu vel staðsettur gististaður í 10 mínútna göngufæri frá ströndinni og um 700 m frá "The Strip" þar sem finna má veitingastaði, verslanir og skemmtistaði. Smy Santa Eulalia Algarve er með sundlaugagarð. Gestir geta lagt í einkabílastæði og þeim býðst einnig ókeypis WiFi í salnum.
GISTING
Gistirýmin eru með flísalögðum gólfum, fullbúnum eldhúskrók með örbylgjuofni, borðkrók, kæliskáp, helluborði, hraðsuðuketill og brauðrist. Flatskjásjónvarp með gervihnattarásum. Hægt er að fá öryggishólf gegn aukagjaldi. Baðherbergi með baðkari eða sturtu. Gististaðurinn er reyklaus. Gestir eru beðnir um að hafa hljótt frá miðnætti til 08.00
AÐSTAÐA
Útisundlaug, sólbekkir og sólhlífar, garður og verönd. Hægt er að kaupa drykki og snarl í sjálfsölum. Stutt er í matarverslun, bari og veitingarhús. Þráðlaust net er eingöngu í gestamóttöku - ekki á herbergjum.
Áhugaverðir staðir nálægt íbúðahótelinu eru meðal annars Oura-strönd, Martinique Velha og nautaatshringurinn í Albufeira.
Faro flugvöllurinn er 38 km frá gististaðnum.
Upplýsingar
Estrada de Santa Eulália Lote 5 Apartado 1059 8200-269, Albufeira, Albufeira, Portuga
Kort