Skilmálar Ferðaskrifstofu Íslands
Hér á eftir fylgja ýmsar upplýsingar sem við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér.
Verð, verðbreytingar og skilmálar pakkaferða
Uppgefið verð er staðgreiðsluverð og miðast við netbókun. Bókunargjald vegna bókunar á söluskrifstofu er 3.900 kr. á mann. Staðfestingargjald er mismunandi eftir tegund ferðar en er 50.000 kr. í almennar ferðir.
Fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist 7 vikum fyrir brottför, nema annars sé getið.
Í sérferðir og skemmtisiglingar er staðfestingargjald 80.000 kr á mann og fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist 10 vikum fyrir brottför.
Sérstakir skilmálar gilda um AmaWaterways fljótasiglingar. Staðfestingargjald er 100.000 kr á mann og fullnaðargreiðsla þarf að hafa átt sér stað 15 vikum fyrir brottför.
Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft ef meira en 5 dagar eru liðnir frá bókun.
Sérstakir skilmálar gilda um ferðir sem bókaðar eru í gegnum „Á eigin vegum“.
Farþegar eru ábyrgir fyrir að lesa vel yfir ferðagögn og ganga í skugga um að allar ferðaupplýsingar séu réttar. Við bendum farþegum okkar á að mikilvægt er að hafa ferðaskjöl meðferðis þegar ferðast er.
Einstaklingum undir 18 ára aldri er ekki heimilt að bóka þjónustu ferðaskrifstofunnar, án þess að skriflegt samþykki forráðamanns liggi fyrir hjá ferðaskrifstofunni.
Eftirtaldir þættir geta valdið breytingum á verði:
Flutningskostnaður, þar með talið eldsneytisverð
Álagðir skattar eða sérgreiðslur fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld
Gengi gjaldmiðla
Skilmálar og viðskiptareglur greiðslukorta
Verðupplýsingar á vefsvæði okkar og hjá starfsfólki eru réttar með þeirri undantekningu að verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi.
Við áskiljum okkur einnig rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum.
Innifalið í verði pakkaferðar
Flug, flugvallaskattar og hótel. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli ef þátttaka er ekki næg. Akstur er ekki innifalinn í verði pakkaferða, nema annað sé tekið fram.
Greiðslumöguleikar á netbókunum eru eftirfarandi:
- Kreditkort: öll upphæðin greidd með eingreiðslu
- Debetkort: öll upphæðin greidd með eingreiðslu
- Pei: dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
- Greiðslukort: skipta greiðslu á 2 greiðslukort (á ekki við um tímabil)
- Greiða hluta með Aukakrónum Landsbankans og eftirstöðvar með greiðslukorti
- Raðgreiðslusamningur til allt að 36 mánaða
- Kortalán: 4 jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald leggst á upphæðina)
- Netgíró: Með því að hafa samband við skrifstofu er hægt að greiða með Netgíró.
Bankareikningur: Hægt er að leggja inn á bankareikning ferðaskrifstofunnar 0101-26-22990. Kennitala: 470103-2990 – Tiltaka þarf bókunarnúmer
Staðgreiðsla: Hægt er að staðgreiða ferð á skrifstofu ferðaskrifstofunnar.
Breytingargjöld
Ferðapöntun er fastsett með greiðslu við pöntun. Ef farþegi óskar breytinga er breytingargjald samkvæmt þjónustuverðskrá í hvert sinn sem óskað er breytinga. Til slíkra breytinga teljast m.a. breytingar á fjölda farþega í bókun, breyting á gististað, breyting á dagsetningum eða áfangastað ef meira en 6 vikur eri í brottför. Breyting er háð framboði ferða og skilmálum flugfélaga og hótela.
Breyting á brottfarardagsetningu ferðar með minna en 6 vikna (42 daga) fyrirvara skoðast sem afpöntun. Ekki er hægt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð eða breyta í lægra flugfargjald og fá mismun endurgreiddan.
Ef fargjald, sem er endurbókað, er hærra en það fargjald sem upphaflega var bókað greiðir viðskiptavinur mismuninn.
Ef minna en 6 vikur eru í brottför er ekki hægt að breyta áfangastað eða dagsetningu ferðar.
Afpöntun og endurgreiðsla pakkaferða og farseðla í leiguflugi
Eftir að bókun hefur verið gerð og að lágmarki séu 6-10 vikur í brottför, hafa viðskiptavinir 5 daga frá bókun til að draga ferðapöntun til baka að frádregnu 4.900 kr. þjónustugjaldi fyrir hverja bókun. Að þeim tíma liðnum er bókun bindandi og lýtur skilmálum um afbókanir.
Ferð afpöntuð meira en 5 dögum frá pöntun en þó 28 dögum fyrir brottför eða fyrr áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda eftir 50% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en staðfestingargjaldið sem er 40.000-80.000 kr. á hvern bókaðan farþega eftir tegund ferðar.
Ferð afpöntuð 8–27 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 75% af verði ferðarinnar.
Ferð afpöntuð 7 dögum eða síðar fyrir brottför fæst engin endurgreiðsla.
Ef greitt var með kreditkorti verður endurgreitt inn á sama kreditkort og greitt var með.
Þegar reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.
Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
Skemmtisiglingar, sérferðir og hópferðir fást ekki endurgreiddar þegar minna en 10 vikur eru í brottför.
Ath. sérstakir skilmálar gilda fyrir ferðir sem eru bókaðar undir „Á eigin vegum“.
Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirséða og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning. Sé ferð aflýst eða farþegi riftir samningi þegar um verulegar breytingar er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferða sambærilega að gæðum eða betri, ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddann. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn.
Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst. Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum er vara í eina viku eða skemur má aflýsa með tveggja vikna fyrirvara. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við a.m.k. 65% nýting sé í viðkomandi flugvél, bæði á út- og heimflugi. Sé nýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 70% er ferðaskrifstofu heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þó lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum.
Forfallatrygging
Ferðaskrifstofan ráðleggur öllum sínum farþegum að athuga hvaða tryggingar viðkomandi er með í gegnum sínar heimilistryggingar og/eða kortatryggingar,
Einnig er hægt að kaupa sérstaka forfallatryggingu hjá tryggingarfélögum.
Tryggingar
Ástæða er fyrir farþega að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í ferð. Við hvetjum farþega til að kynna sér hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukorti sínu og/eða heimilistryggingu. Athugið að þessar tryggingar eru mismunandi eftir tegund greiðslukorts, kynnið ykkur vel skilmála þeirra, sem má fá hjá útgefanda greiðslukortsins. Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands – http://www.sjukra.is. Símanúmer hjá SOS i Danmörku er: +45 7010 5050.
Flugið
Upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla fæst á heimasíðu Keflavíkurflugvallar www.airport.is og á textavarpi bls. 420-421 og í síma 50 50 500 allan sólarhringinn.
Brottfarar- og komutímar er ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ferðaskrifstofan ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Mæting í Keflavík er í síðasta lagi 2 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma.
Farangur
Upplýsingar um leyfilegan farangur í flugi fást á heimsíðu flugfélaganna.
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í leiguflugi eða í öðrum farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli við komu. Athugið að geyma þarf brottfararspjaldið og tjónaskýrsluna. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða ef hann berst farþega seint.
Börn
Börn undir 2ja ára aldri fá ekki úthlutað sæti um borð í flugvélunum og skulu sitja hjá foreldrum eða umsjónarmanni.
Á áfangastað
Lýsingar á gististöðum byggjast að hluta á upplýsingum frá stjórn gististaðanna en að mestu á mati starfsfólks ferðaskrifstofunnar. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki til staðar sökum bilana eða endurnýjunar, t.d. ef loftkæling bilar eða sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða viðhalds.
Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni er mjög áríðandi að hafa tafarlaust samband við fararstjóra sem reynir að greiða úr hvers manns vanda. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Þar sem fararstjóri er ekki til staðar bendum við farþegum á að hafa samband við ferðaskrifstofu.
Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta.
Fæði
Hálft fæði er morgunverður og kvöldverður.
Fullt fæði er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.
Allt innifalið er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður ásamt yfirleitt innlendum áfengum og óáfengum drykkjum frá kl. 10–11 að morgni til kl. 22–23 á kvöldin.
Vinsamlegast athugið að reglur geta verið misjafnar á milli hótela.
Séróskir
Ferðaskrifstofan er umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun farþega í herbergi/íbúðir. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er í gistilýsingum og verðlista. Oftast má leigja barnarúm ytra og í slíkum tilfellum skal láta ferðaskrifstofuna vita eins fljótt og mögulegt er svo hægt sé að koma slíkum óskum á framfæri. Í mörgum tilfellum kemur til aukagreiðsla vegna leigu á barnarúmi á gististað og skal greiða beint til gististaðar ytra.
Gististaðir
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Örsjaldan kemur sú staða upp að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini er eiga staðfestar pantanir. Gististaðir eru þá skyldugir til að útvega þeim viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegan eða betri gististað. Þar sem ferðaskrifstofan er umboðsaðili ber hún ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoðar farþega að sjálfsögðu eftir föngum.
Í stúdíóum og íbúðum miðast eldhúsbúnaður við hámarks gestafjölda eins og getið er um í gistilýsingum. Valdi gestir tjóni eða skemmdum á íbúð eða húsbúnaði ber þeim að gera það upp við hótel áður en dvöl lýkur.
Á allflestum gististöðum gildir sú meginregla að gestir skuli hafa skilað herbergi/íbúð kl. 12 á hádegi á brottfarardegi. Misjafnt er eftir gististöðum hvenær herbergi og íbúðir eru tilbúin til innritunar en þó er miðað við tímabilið kl. 13-16. Sé í hópferðum, brottför til flugvallar síðdegis eða að kvöldi til verða gerðar ráðstafanir til að fá afnot af aðstöðu þar sem farþegar geta geymt farangur og þeim tryggður aðgangur að hreinlætisaðstöðu.
Verðmæti
Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum eða í íbúðum, heldur noti öryggishólf sem bjóðast ýmist í gestamóttöku eða í vistarverum. Hvorki gististaðir né ferðaskrifstofan eru ábyrg ef verðmæti tapast úr vistarverum.
Bílaleigur
Ferðaskrifstofan er umboðsaðili fyrir bílaleigur, en ber ekki ábyrgð á vanefndum eða mistökum slíkra fyrirtækja sem ekki hafa orðið vegna mistaka hjá ferðaskrifstofunni. Fáið upplýsingar hjá sölumönnum um lágmarksaldur ökumanns og hvaða takmarkanir eru á akstri milli landa. Athugið að leigutaki verður að hafa meðferðis kreditkort, skráð á sitt nafn og gilt ökuskírteini. Ekki er hægt að staðfesta ákveðna bílategund heldur er staðfestur flokkur, og tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara.
Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef bíll í staðfestum bílaflokki er ekki til. Það er á ábyrgð bílaleigu að leysa slíkt með því að láta leigutaka í té bíl í öðrum flokki án þess að hann beri aukakostnað. Áríðandi er að kynna sér vel hvað er innifalið í fyrirframgreiddu gjaldi fyrir bíl og hvernig tryggingamálum er háttað. Í sumum tilfellum eru í boði viðbótartryggingar sem leigutaki semur um kaup á beint við bílaleiguna og greiðir á staðnum. Áríðandi er að leigutaki viti að víða er ekki hægt að kaupa af sér alla sjálfsábyrgð, hann ber ábyrgð upp að vissri upphæð ef óhapp verður. Nauðsynlegt er því að leigutaki skoði bílinn vel þegar hann tekur við honum og láti skrá t.d. ef einhverjar rispur sjást.
Við mælum eindregið með að einhver frá bílaleigunni sé fenginn til að skoða bílinn þegar honum er skilað. Góð regla er að skila bíl fullum af bensíni (geymið kvittun fyrir bensíninu) þar sem það er oft töluvert dýrara að kaupa það hjá bílaleigunum ef ekki hefur verið valið að kaupa fullan tank fyrirfram. Leigudagur miðast við 24 tíma. Ef farið er 59 mín. fram yfir umsaminn leigutíma greiðist aukadagur á fullu verði. Þarna hefst nýtt leigutímabil sem leigutaki semur um beint við bílaleiguna á viðkomandi leigustað. Aðgætið vel hvað þið skrifið undir á leigusamningnum.
Skoðunarferðir
Þar sem íslenskir fararstjórar eru staðsettir munu þeir leiða fjölbreyttar skoðunarferðir eins og þær eru kynntar hjá ferðaskrifstofunni. Nánari kynningu munu farþegar fá hjá fararstjóra á ákvörðunarstað. Þátttakendur í skoðunarferðum verða að skrá sig með nokkrum fyrirvara í ferðirnar svo panta megi rútu við hæfi. Sé þátttaka í einstökum ferðum lítil áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella viðkomandi ferð niður en í flestum tilfellum má bjóða svipaðar ferðir með erlendum fararstjórum. Ferðirnar skal gera upp í gjaldmiðli viðkomandi lands.
Kvartanir
Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni er mjög áríðandi að hafa tafarlaust samband við fararstjóra sem reyna að greiða úr hvers manns vanda eða starfsfólk gististaðar. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Þar sem fararstjóri er ekki til staðar bendum við farþegum á að hafa samband við ferðaskrifstofu.
Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við fararstjóra eða starfsfólk gististaða á meðan ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta.
Þjónustudeild ferðaskrifstofunnar sér um kvörtunarmál og aflar nauðsynlegra gagna, svo sem skýrslu frá fararstjóra. Þegar málið er afgreitt af okkar hendi fær viðkomandi senda skriflega niðurstöðu. Vinsamlegast athugið að til að athugasemdir farþega fái eðlilega afgreiðslu skulu þær sendar skriflega á netfangið thjonusta@uu.is. Að öðrum kosti sér ferðaskrifstofan sér ekki fært að svara athugasemdum formlega.
Vegabréf og áritanir
Munið að skrá nöfn ykkar við bókun nákvæmlega eins og skráð er í vegabréf ykkar.
Upplýsingar um áritanir er að finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins.
Upplýsingar um vegabréf eru á heimasíðu Þjóðskrár
Tollfrjáls innflutningur
Sjá heimasíðu Keflavíkurflugvallar
Golfferðir – skilmálar og upplýsingar
Bókanir
Verð er miðað við netbókanir. Ef bókað er í gegnum síma eða tölvupóst leggst á bókunargjald, kr. 3.900 á farþega.
Þyngd farangurs
Flutningur fyrir golfsett 15-20 kg. er innifalinn í verði í skipulögðum hópferðum (15kg til Spánar; El Plantio, Alicante Golf, Hacienda Del Alamo, 20kg í sérferðir). Þyngd farangurstösku má vera allt að 20-23 kg en er misjafnt milli flugfélaga.
Lágmarksfjöldi
Til þess að golffararstjóri verði með í ferðinni þarf lágmarksþátttaka að vera 16 manns í hverri brottför.
Golf
Við tökum ekki ábyrgð á ástandi golfvalla vegna framkvæmda, veðurfars eða óviðráðanlegra aðstæðna. Við höfum að leiðarljósi að bjóða ekki ferðir á sama tíma og vellirnir eru með venjubundið viðhald s.s. götun flata.
Byrjendur og háforgjafarkylfingar
Það er almenn regla í golfi um allan heim að eingöngu þeir sem eru með golfforgjöf fái að spila á alvöru golfvöllum. En vegna þess að hér er um hópbókun að ræða, og golfklúbbarnir hafa fengið loforð fyrir því að hópar á okkar vegum munu ekki tefja leik, höfum við fengið undanþágu frá þessari reglu. Hafa skal þó í huga að þeir sem eru algerir byrjendur og hafa lítið sem ekkert komið nálægt golfíþróttinni, eiga ekki erindi að spila á þessum völlum. Þess vegna áskiljum við, golffararstjórar og golfklúbbarnir erlendis, rétt til að meta hvort fólk komist að á völlunum eða ekki.
Rástímar
Við leitumst við að fá rástíma með það í huga að viðskiptavinir okkar geti spilað meira en 18 holur á dag. Þegar um hópbókanir er að ræða eiga golfvellirnir rétt á að breyta rástímunum fyrirvaralaust og þess vegna ber ÚÚ-Golf enga ábyrgð á slíkum breytingum. Við viljum þó taka fram að slíkt er mjög fátítt.
Rásröð
Það er hlutverk fararstjórans að raða í rástíma. Ef fólk í sömu ferð langar að spila á velli saman eða dag og dag, þarf að láta fararstjóra vita.
Golf á öðrum völlum
ÚÚ-Golf sér ekki um að panta rástíma á öðrum völlum en þeim sem tilheyra ferðunum. Þeir sem hafa hug á að leika á öðrum völlum ættu að panta tímanlega héðan að heiman eða í gegnum golfdeild ÚÚ.
Reglur fyrir ótakmarkað golf
a) Taka þarf fram að þú/þið séuð í ÚÚ-golfferðahópnum.
b) Sýna verður kvittun fyrir fyrstu 18 holunum sem þið hafið spilað fyrr um daginn.
Aukagolf er ekki hægt að panta fyrirfram og fæst einungis ef laus rástími eftir fyrsta hring er til staðar.
Aukagolf þarf ekki að spila strax eftir fyrsta hring. T.d. er hægt að fara af svæðinu og koma aftur seinna sama dag. Aukagolf má vera eins margar holur og kylfingar vilja/geta spila. Nauðsynlegt er að tala við fararstjóra og/eða golfverslun/ræsi á golfvellinum, til að geta spilað fleiri holur.
Þrátt fyrir auglýst ótakmarkað golf ber golfdeild ÚÚ ekki ábyrgð á að aukagolf náist ekki af einhverjum ástæðum (t.d. ef rástími fyrri hrings gefur ekki svigrúm til þess).
Golfkennsla
Sérstakar golfskólaferðir eru að öllu jöfnu í boði bæði vor og haust.
Í öðrum ferðum er nær undantekningarlaust hægt að fá kennslu, annað hvort hjá fararstjóra eða viðkomandi golfkennara sem starfar á áfangastað. Ef áhugi er fyrir kennslu þá vinsamlega hafið samband tímanlega fyrir brottför og kannið hvað kemur til greina.
Æfingasvæði
Æfingaraðstaða er mismunandi eftir áfangastöðum, en við leitumst ávallt við að velja áfangastaði sem hafa góða æfingaaðstöðu til að æfa lengri högg, stutta spilið og púttin.
Golfklæðnaður
Almennt er gerð krafa um klæðaburð, t.d. er bannað er að leika golf í gallabuxum, íþróttabuxum, stuttbuxum með teygju í mittið og stuttermabolum án kraga. Flestir vellir gera kröfu um að kylfingar séu í golfskóm á golfvöllunum en það er ekki sama krafa þegar fólk er á æfingasvæðinu.
Endilega hafðið samband ef þið eruð í vafa. Einnig getur flest starfsfólk golfverslana hér heima ráðlagt fólki í þessum efnum.
Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga
Ferðaskrifstofu Íslands ehf. er umhugað um persónuvernd og réttindi þín sem varða persónuupplýsingar.
Lög nr. 77/2000 veita öllum þeim, sem eftir því leita, rétt til að fá vitneskju frá Ferðaskrifstofu Íslands ehf. (hér eftir nefnd FÍ ) um það hvaða upplýsingar um viðkomandi eru skráðar hjá félaginu. Í því sambandi ber FÍ að veita upplýsingar um hvaða upplýsingar um viðkomandi eru skráðar eða unnið hefur verið með eða hver sé tilgangur vinnslunnar, hver fái eða muni fá upplýsingarnar. Telji notandi að upplýsingar um hann sjálfan, sem skráðar hafa verið í skrár FÍ séu rangar, villandi, ófullkomnar eða þær skráðar án tilskilinnar heimildar getur hann eftir atvikum óskað þess að upplýsingarnar verði leiðréttar, þeim eytt eða við þær aukið (sjá 25. gr. laganna). Viðskiptavinir eiga rétt á að persónuupplýsingum sé eytt, ef ekki er lengur málaefnaleg ástæða til að varðveita þær. Undantekning á þessu eru persónuupplýsingar sem félaginu ber skylda til að varðveita samkvæmt lögum eða öðrum reglum. FÍ safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu fyrirtækisins, til að tryggja að þjónustan sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum og eru unnar á grundvelli viðskipta þinna við fyrirtækið. FÍ safnar aldrei né vinnur persónuupplýsingar nema með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og gætir þess jafnframt að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga. Að því leyti sem þessum skilmálum sleppir gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.
Með því að nota vefsíðu, vörur eða þjónustu FÍ ehf. veitir þú samþykki þitt fyrir þessum skilmálum, eða sbr. 1.tl. 1.mgr. 8.gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000. Kjósi notandi að nýta sér þjónustu á vefsvæðinu, sem felur í sér sendingu tilkynninga á netfang notanda eða í farsíma hans er einnig nauðsynlegt að safna upplýsingum um netfang og/eða farsímanúmer notanda. Einnig er skráning og vistun á netfangi nauðynleg ef notandi kýs að eiga samskipti við FÍ í formi fyrirspurna og athugasemda sem sendar eru af vefsvæðinu og til útsendingar á ferðagögnum o.fl.
Notandi ber fulla ábyrgð á því að tilkynna okkur þær breytingar sem hann gerir á netfangi sínu og/eða farsímanúmeri. Sé ekki tilkynnt um breytingar á netfangi og/eða farsímanúmeri, rata tilkynningar frá vefsvæðinu okkar, sem sendar eru með tölvupósti og/eða textaskilaboðum í farsímanúmer, ekki til notanda.
FÍ safnar ekki greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina sinna. Þær greiðslur sem greiddar eru með kortagreiðslum á vefsíðum félagsins, fara beint í gegnum greiðslusíðu Borgunar. Þær upplýsingar sem FÍ vistar varðandi greiðslukort eru síðustu fjórir tölustafirnir í greiðslukortanúmerinu. Einungis er sýndarnúmer korts vistað. Sýndarnúmer er öryggisráðstöfun til að minnka hættu á misnotkun kortaupplýsinga. Ofannefndum upplýsingum frá notanda er aldrei deilt með þriðja aðila. Við aðrar greiðslur eins og símgreiðslur, er kortaupplýsingum fargað strax eftir greiðslu. Tölvupóststilkynningar og textaskilaboð frá vefsvæðinu til notanda innihalda aldrei efnislegar upplýsingar úr gagnagrunnum.
Hugtök skulu hafa sömu merkingu í skilmálum þessum og þau hafa í lögunum. Í samþykki þínu felst að FÍ safni og vinni persónuupplýsingar í samræmi við þessa skilmála, eða eftir því sem lög heimila hverju sinni.
FÍ safnar persónuupplýsingum sem viðskiptavinir skrá á vefsíðu félagsins, auk upplýsinga um hvernig þeir nota vefsíður FÍ, t.d. með notkun smákaka (e. cookies). Tilgangur söfnunarinnar er að greiða fyrir bókhaldi, útsendingu reikninga og endurskoðun, útgáfu miða og annarra ferðagagna og sannreynslu greiðslukorta. Gögnin kunna að vera notuð til að auka öryggi við gæðaeftirlit, í markaðslegum tilgangi og í lagalegum tilgangi. Upplýsingar eru einnig notaðar í tengslum við þjónustu við viðskiptavini og í tengslum við aðrar upplýsingar vegna ferðalaga. FÍ kann að nýta persónuupplýsingar við markaðssetningu, kynningarstarfsemi og markaðsgreiningar. Þegar þú skráir þig fyrir tilboðum, kaupir þjónustu, bókar flug eða ferðir hjá FÍ samþykkir þú að fá sent markaðsefni reglulega. FÍ er heimilt að beina markaðssetningu að aðilum sem hafa samþykkt þessa skilmála, þrátt fyrir að þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá. Viðskiptavinir okkar geta þó ávallt afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila.
Félaginu er ætíð heimilt að hafa samband við viðskiptavini sína vegna tiltekinna viðskipta, svo sem vegna áminninga um bókanir eða ferðir, jafnvel þótt þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá og hafi afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Persónuverndarstefna FÍ er endurskoðuð reglulega og áskilur FÍ sér rétt til þess að breyta þeim án fyrirvara, hvenær sem er og tekur þá gildi þegar uppfærð útgáfa hefur verið birt. Þessi persónuverndarstefna var sett inn 12.júlí 2018.
Ábyrgðaraðili skv. 2. mgr. 7. gr. laganna, sbr. einnig 1. tl. 1. mgr. 20. gr. er: Ferðaskrifstofa Íslands ehf. Hlíðasmára 6, 201 Kópavogi. Sími 585-4000.