Algarve

Ferðatímabil:

Beint flug til Portúgals frá og með 7. júní - 9. ágúst. Flogið er með ítalska flugfélaginu Neos. 

 

Flug einu sinni í viku. 

Þessi gamli fiskimannabær, er orðinn einn af þekktari ferðamannastöðum í Algarve héraði og ekki að ástæðulausu.  Þar sem áður fyrr var lítill og snotur bær þar sem sjómenn réru til fiskjar og dyttuðu að netum sínum, hefur vaxið upp nútímalegur og líflegur ferðamannabær.

NÁNAR UM ALGARVE

Í Portúgal mætast gamli og nýi tíminn og mynda heillandi veröld. Það er eitthvað ósnortið við Portúgal, landið og þjóðina sem þar býr – eitthvað sem erfitt er að útskýra eða festa hendur á. Portúgal er land andstæðna sem býr yfir óendanlegum tilbrigðum lífs og listar. Það er land skuggsælla skóga, öldusorfinna kletta, sólgylltra stranda og hvítkalkaðra húsa. Land þar sem virðulegir kastalar, þöglar kirkjur og syngjandi vindmyllur standa eins og þær hafi orðið viðskila við nútímann.

Þær eru ekki margar sólarstrendurnar í Suður-Evrópu þar sem sólþyrstir íbúar norðurálfu geta flatmagað innan um geðþekka trillukarla sem dytta að netum sínum og bátum.

Ofan við ströndina blasir við töfrandi ævintýramynd þar sem hvítkalkaðar byggingar, sumar með márísku yfirbragði, tylla sér á klettasyllur meðfram tæru Atlantshafi. Í sólarhéraðinu Algarve er einnig ósnortin náttúra og heillandi menning og hvarvetna mætir ferðamönnum portúgölsk hlýja og gestrisni.

Flogið er í beinu flugi með Icelandair til Faro og þaðan er 40 mín akstur til Albufeira.

ALBUFEIRA

Þessi gamli fiskimannabær, er orðinn einn af þekktari ferðamannastöðum í Algarve héraði og ekki að ástæðulausu.  Þar sem áður fyrr var lítill og snotur bær þar sem sjómenn réru til fiskjar og dyttuðu að netum sínum, hefur vaxið upp nútímalegur og líflegur ferðamannabær.

Í bænum eru tveir kjarnar, annars vegar gamli bærinn við fiskimannaströndina og hins vegar „Laugavegurinn”

Gamli bærinn er sjarmerandi, státar af kirkjum bæjarins og öllum elstu byggingunum. Bæjartorgið iðar af mannlífi með úrvali af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Í hinum þröngu götum út frá torginu má finna margar skemmtilegar sérverslanir sem taka vel á móti ferðamönnum.  Á sumrin koma  hljómsveitir og látbragðsleikarar, sem troða upp gestum og gangandi til skemmtunar.

Í hinum enda bæjarins er „Laugavegurinn“   Þar standa í röðum  veitingastaðir, ísbúðir, kaffihús,  og verslanir af öllu hugsanlegu tagi.  Neðst við Laugaveginn, næsta Oura ströndinni eru diskóbarirnir með miklu fjöri, stundum langt fram á nótt. 

Næturlífið á Laugaveginum er rífandi skemmtilegt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi

OLHOS DE ÁGUA

Olhos de Água er gamalt fiskimannaþorp staðsett í næstu vík við hliðina á Albufeira. Bærinn er sjarmerandi og andrúmsloftið er rólegt og þægilegt, sem er ein helsta ástæða þess að ferðamenn heimsækja bæinn aftur og aftur. Þar má finna silkimjúkar baðstrendur þar sem er dásamlegt að verja degi með fjölskyldunni. Á strandlengjunni eru litlir fiskikofar sem enn eru notaðir í dag af heimamönnum. Í bænum er fjöldinn allur af góðum veitingastöðum og kaffihúsum. En á kvöldin myndast svo notaleg ekta portúgölsk stemming. Í næsta nágrenni má svo finna golfvöllinn Pine Cliffs þar sem hægt er að spila golf.

 

 GISTISTAÐA

Fjölbreytt úrval gistimöguleika er að finna í Albufeira. Í boði eru góðar íbúðagistingar og glæsileg hótel. Hægt er að velja um þriggja, fjögurra eða fimm stjörnu gistingar sem og hversu mikið fæði fólk kýs að hafa innifalið. Hægt er að velja um morgunmat, hálft fæði (morgun- og kvöldmatur), fullt fæði (morgun, hádegis- og kvöldmatur), allt innifalið (morgun-, hádegis og kvöldmatur, snarl milli mála og drykkir innifaldir í verði) og svo er að sjálfsögðu hægt að sleppa öllu fæði með gistingu.

 

Gistingar á Algarve

Gott 4 stjörnu hótel staðsett nálægt verslunar og göngugötunni  Strip de Albufeira.  Glæsileg aðstaða á hótelinu, m.a., úti- og innisundlaug, heilsurækt, spilasalur, bar, veitingastaður. Hægt er að komast á internet í gestamóttöku gegn gjaldi. Nýtískulegt hótel með góðri sólbaðsaðstöðu.

Lesa meira

Gott hótel á besta stað í Albufeira, við hliðina á Brisa sol og rétt hjá hjá Modelo verslunarmiðstöðinni. Veitingastaðir allt um kring og 800 metrar niður á fiskimannaströndina og niður i gamla bæinn. Góður kostur fyrir fólk á öllum aldri.

Lesa meira

Paladim íbúðarhótelið er vel staðsett mitt á milli gamla bæjarins og "Laugavegarins", við hlið hinnar vinsælu verslunarmiðstöðvar Modelo. Þar er stór matvörumarkaður, verslanir og veitingastaðir. Notalegur sundlaugargarður með barnalaug og bar með léttum réttum. Um 15 mín. gangur er niður í miðbæ Albufeira.

Lesa meira

Íbúðarhótelið Topazio Mar Beach Hotel er staðsett í Areias de S. João, sem er um 500 metrum frá Aveiros strönd.

Lesa meira

Hótel Agua Pedra Bicos er 4ra stjörnu hótel sem er einungis ætlað 18 ára og eldri. Hótelið er snyrtilegt og vel hannað.

Lesa meira

Cerro Mar Atlantico er skemmtilegt 4 stjörnu íbúðarhótel sem státar af stórri heilsulind og sundlaug í lónsstíl með glæsilegu útsýni yfir Atlantshafið.  Íbúðirnar eru með útsýni yfir gamla bæinn í Albufeira.

Lesa meira

Apartamentos 3HB Clube Humbria er mikið endurnýjað fjölskylduhótel, staðsett í fallega sjávarþorpinu.‘ Olhos de Aqua 

Hótelið er í 800 metra fjarlægð frá ströndinni og býður upp á íbúðir með útsýni yfir garðinn og sundlaugina.

Lesa meira

Albufeira Sol Hotel og Spa er 4 stjörnu íbúðahótel  er í  ca 30 km fjarlægð frá Faro flugvellinum.

Lesa meira

Aparthotel Victora Sport & Beach hotel er  fjölskylduvænt  4 stjörnu íbúðahótel  í ca 30 km fjarlægð frá Faro flugvellinum.
 

Lesa meira

 

Aparthotel Nau Salgados Palm Village  er vinsælt og barnvænt 4 stjörnu íbúðahótel.

Lesa meira

Pinheiros da Balaia er gott 4 stjörnu íbúðahótel, staðsett i rólegu umhverfi. Miðbærinn Albufeira Old Town Square er í 4 km fjarlægð og 24 min gangur er í næstu strönd 
Lesa meira

Hotel Adriana er gott 4 stjörnu hótel með fallegan garð, 4 sundlaugar, þar af 2 fyrir börn, sólbekki og sólhlífar og heilsulind. Hótelið er aðeins 300 metra frá Falesia ströndinni.

Lesa meira

Hotel Porto Bay Falésia í Algarve er mjög gott 4 stjörnu hótel þar sem einstök staðsetning og beinn aðgangur að Praia da Falésia ströndinni eru nokkrir af höfuðkostum þessa hótels
Hótelið er umkringt af fallegum grænum sv&am

Lesa meira

Apartamentos 3HB Golden Beach er 3ja stjörnu hótel staðsett við Praia da Oura-ströndina.

Lesa meira

Club Albufeira Garden Village er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem er innan við 2 kílómetra fjarlægð frá Fisherman‘s ströndinni í Albufeira. Hótelið býður upp á 4 útisundlaugar og bar við sundlaugarbakkann.

Lesa meira