Benidorm - Draumur í hundrað ár!
Draumkenndar strendur Benidorm hafa lokkað til sín sólþyrsta Íslendinga í árabil. Líflegar strandir, dýragarðar, næturklúbbar og skemmtigarðar ásamt hagstæðu verðlagi gera Benidorm að einum af eftirsóttasta áfangastað Evrópu. Á Benidorm starfa hjá okkur þaulreyndir farastjórar sem þekkja svæðið eins og lófann á sér.
Hvítar strendur við Miðjarðarhafið
Þeir sem hafa komið til Benidorm skilja afhverju staðurinn hefur verið einn vinsælasti sumarleyfisstaður Evrópubúa í næstum hundrað ár. Þar er nefnilega hægt að finna allt sem hugur girnist og líkaminn þarfnast, eða þarfnast ekki.
Á aðra höndina kyssir Miðjarðarhafið, tært og óendanlegt, hvítar strendur og á hina rísa kraftmiklir fjallgarðar. Strendur Benidorm bjóða bæði upp á letilíf á sólbekk með ölkrús við hönd og fjöruga afþreyingu í sjónum. Til að mynda er hægt að leigja Jetsky fyrir lítið fé og þeytast á öldunum í kringum nærliggjandi kletta eða ganga eftir langri ströndinni og njóta sólarinnar. Á Benidorm er líka auðvelt að leigja hjól á hagstæðu verði en hjólaleigurnar eru yfirleitt staðsettar meðfram strandlengjunni.
Víðfrægt næturlíf og hagstætt verðlag
Næturlíf Benidorm er fyrir löngu orðið þekkt út fyrir landssteinanna. Þá er bæði hægt að velja um fjöruga skemmtistaði meðfram strandlengjunni þar sem dansinn dunar allt kvöldið og til morguns eða stóra næturklúbba nærri miðborginni. Eins eru ótal líflegir barir bæði hjá ströndinni og inni í borginni.
Verðlag í borginni er einstaklega hagstætt og kostar bjórinn í kringum tvær evrur á veitingahúsum borgarinnar. Það ætti því enginn að fara blankur heim, sem er einmitt ein önnur ástæða fyrir vinsældum áfangastaðarins.
Nóg við að vera fyrir börnin
Börnin elska Benidorm. Enda hefur staðurinn næstum því hundrað ára reynslu af því að skemmta ferðalöngum á öllum aldri. Dýragarðinn Terra Natura ætti enginn að láta fram hjá sér fara, þar er að finna öll dýr frumskógarins. Munið bara eftir sólarvörninni, því á Benidorm er sól nær allan ársins hring.
Heimsókn í sædýragarðinn Mundomar gleymir enginn. Garðurinn var stofnaður árið 1996 og er heimili yfir þrjátíu dýrategunda. Terra Mitica er svo einn frægasti skemmtigarður heims. Garðurinn skiptist í ævintýraveraldir, hver með sitt þema. Þar er hægt að kynnast sögu Grikklands, Egyptalands, Rómar og fleiri menningarsvæða og fara í ótal skemmtileg tæki. Aqualandia er stór vatnsrennibrautargarður þar sem bæði krakkar og fullorðnir skemmta sér konunglega í vatnsrennibrautum og sundlaugum. Þetta er einungis lítið brot af þeirri fjölbreyttu skemmtun sem er í boði á Benidorm fyrir alla aldurshópa.
Gististaðir sem hæfa öllum
Ferðaiðnaðurinn á Benidorm er með margra áratuga reynslu í því að taka á móti öllum gerðum hópa. Pör, vinahópar, fjölskyldur með krakka á öllum aldri - allir ættu að geta fundið sér hótel við sitt hæfi, á góðum kjörum.
Við erum með góða samninga við nokkur Adults only hótel sem henta vel fyrir pör sem vilja halda sig fjarri þeim líflega skarkala sem getur fylgt barnafjölskyldum. Eins bjóðum við upp á ótal skemmtileg hótel með stórum sundlaugum eða nærri ströndinni þar sem fjölskyldur með börn á öllum aldri geta notið sín. Fjölbreytni sem kemur af margra ára reynslu.
Spænskur draumur í fjöllunum
Þrátt fyrir að borgin hafi verið áfangstaður sólþystra ferðamanna í árabil er ekki langt að leita til þess að komast í kyrrðina í litlum þorpum í fjöllunum. Stuttur akstur er frá iðandi borginni í lítil fjallaþorp þar sem gaman er að eyða degi eða tveimur, ganga um, sötra öl og njóta þess besta sem Spánn hefur upp á að bjóða. Samgöngur eru líka ódýrar og öruggar til og frá Benidorm.
Gistingar á Costa Blanca svæðinu

Albir Garden Resort er nýlega uppgert að hluta til (Premium herbergin uppgerð ), með rúmgóðum og snyrtilegum íbúðum. Albir Garden Resort er staðsett í Albir og er 15-20 mínútna ganga niður á ströndina.
Stór garður, opin svæði, leiksvæði, sundlaugagarður, Spa, veitingastaður sem býður uppá hlaðborð með

Magic Robin Hood er 3ja stjörnu skemmtilegt og nýlegt fjölskylduhótel staðsett við gamla veginn á milli Benidorm og Albir. Vatnsrennibrautagarður og fjölskylduvænt hótel. Herbergin eru í litlum smáhýsum, notaleg og með skemmtilegum innréttingum, fallega hönnuð og rúmgóð. Allt svæðið er í ævintýrastíl.

Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.