Costa Brava

 

Costa Brava er með fallega náttúru, strandlengjur og lítil sjávarþorp. Hitinn á svæðinu er fremur mildur allt árið, en á sumrin getur hann farið upp í 30°. 
Costa Brava er á norðausturströnd spánar, teygir sig frá landamærum Frakklands, til 200 km. suður 
til spænsku borgarinnar Blanes. Barcelona er aðeins í 1,5 klt. akstursfjarlægð! Tilvalinn áfangastaður til að sameina strönd og borg - 

Plúsferðir fara til tveggja strandbæja á Costa Brava - Lloret de Mar og Tossa de Mar.

Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Tossa de mar


Tossa de Mar er gamalt fiskimannaþorp sem er nú fjölsóttur ferðamannastaður með afslappað andrúmsloft, þröngar götur, góða baðströnd, veitingastaði, verslanir, skemmtistaði, kastala! og margt fleira. 
Einstaklega hentugur áfangastaður fyrir þá sem vilja fá gott frí, með góðri aðstöðu. 

Afþreying

Margt er hægt að sjá og gera í Tossa de Mar, fallegar gönguleiðir, sögufrægir viðkomustaðir, úrval vatnaíþrótta og skemmtigarða. 
Tossa de Mar öðlaðist frægð árið 1951, í kvikmyndinni Pandora and the Flying Dutchman, og finna má
styttu af Ava Gardner á leiðinni að kastalanum. 
Gamli bærinn, Vila Vella er friðaður og er umlukinn múrum frá 12. - 14. öld til varnar sjóræningjum.
Skemmtigarðarnir á Tossa de Mar eru t.d. Water World, Aquapark, Port Aventura og fleiri. 

Strendur
Playa Grande- eða stóra ströndin, er aðal ströndin í bænum og liggur við kastalann. Hún er 380 metra löng og 60 metra breið. Það eru nokkrir barir við ströndina, en aðal sportið er að fara um borð í bát með gler gólfi!

La Mar Menuda er minni strönd, á hinum enda flóans, í betra skjóli frá norðuráttinni. Hún er 180 m löng og 20m breið. Þar er góð aðstaða til að kafa og snorkla. 

 

Lloret de Mar. 


Stærsti baðstrandarbærinn á Costa Brava. Lloret de Mar er með fallegar, gylltar strendur, lifandi andrúmsloft og endalausa möguleika til skemmtunar. Aðeins 80 km. frá flugvelli Barcelona. 

Lloret de Mar er stór bær, fullur af afþreyingu, skemmtilega veitingastaði og bari, fjörugt næturlíf, ýmis vatnasport og skemmtigarða.

Bærinn hefur fengið viðurkenningu sem fjölskylduvænn áfangastaður, en hann er einnig vinsæll meðal ungs fólks. Hægt er að hafa það eins og maður vill á Lloret de Mar, slaka á á ströndinni eða taka þátt í fjörinu í bænum. 

Skemmtigarðar

Lloret de mar Water World Park: stór vatnsrennibrautagarður. 
Arbe Aventura Park: skemmtigarður
Sould Park: skemmtigarður fyrir þá yngstu (að sex ára aldri)

Strendur: 

Platja de Lloret 
Ströndin hefur hlotið bláa flaggið, og er stærsta ströndin í bænum. Hún er meira en 1.5 km löng. Ströndin er með góða aðstöðu fyrir þá sem eiga erfitt með gang. 
Þar er hægt að fara á jet ski, kayak og fleiri vatnasport. Þar er líka miniklúbbur fyrir hressa krakka!

Fenals ströndin
Er næst stærsta ströndin í Lloret, um 700 metra löng. 
Hún er með þykkum sandi, er í góðu skjóli í flóanum með útsýni að kastalanum á hæðinni. Líkt og Platja de Lloret, þá er hún með bláa flaggið og fjöldann allan af afþreyingu. 

Í Lloret de Mar stendur kastali á hæðinni, sem er talinn vera frá 11 öld. Hann hefur orðið fyrir ýmsum áföllum en 1949 varð hann gerður upp og verndaður.

 

Blanes

Blanes er lítill en fallegur bær við norðurströnd Spánar,  70 km. fjarlægð frá Barcelona. Blanes er vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum og tærum sjó. 

Aðalsmerki Blanes er La Palomera, stór klettur í sjónum sem markar upphaf Costa Brava strandlengjuna. 

Platja S'Abanell er við Blanes og er stærsta ströndin á Costa Brava. Ströndin hefur hloðið bláa flaggið, þar eru ýmsar vatnaíþróttir og fleira um að vera. 

Cala Bona er strönd sem er falin milli hárra kletta og er með fallegt útsýni yfir borgina. Cala Bona er róleg strönd með einkar tæru vatni. 

Miðbær Blanes er huggulegur með litlum strætum og torgum. Þar má finna ýmsar verslanir, veitingastaði og kaffihús. Við ströndina eru veitingastaðir, það er sniðugt að panta Meú del dia, en það eru tveir mismunandi réttir og eftirréttur. Á hverjum mánudags morgni er markaður í Blanes, þar sem eru ávextir, grænmeti, skartgripir, skór og klæðnaður - sérhannað af heimamönnum. 

Marimurta Botanical Gardens eru garðar sem eru upp á klett með meira en 4000 tegundum af jurtum. Í garðinum er stórt vatn og tröppur sem leiða að Linnaeus grafhýsinu, þaðan er frábært útsýni yfir strandlegjuna og sjóinn. 

 

 

Gistingar á Costa Brava

Evenia Olympic Garden er 4 stjörnu hótel, staðsett í rólegum hluta Lloret de Mar og steinsnar frá miðbænum með næturlífi, börum og verslunum. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldur sem og pör og vini. Á hótelinu er allt innifalið.

Lesa meira

Hotel Anabel er gott 4 stjörnu hótel, staðsett í Lloret de Mar og steinsnar frá miðbænum með næturlífi, börum og verslunum og 5 mínútur frá strönd. 

Lesa meira

Hótel Helios er fjögurra stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Lloret de Mar en þar eru meðal annars helstu skemmtistaðirnir og barir. Örstutt er á ströndina eða um 200 metrar. Fjöldi veitingastaða, verslanna og kaffihús eru í næsta nágrenni. 

Lesa meira

GHT Oasis Tossa er 4 stjörnu hótel í Tossa de Mar. Ströndin er einungis í 800 metra fjarlægð frá hótelinu og miðja Tossa de Mar í um 5 min fjarlægð. Hótelið er fjölskylduvænt og býður upp á útisundlaugar fyrir bæði börn og fullorðna og SPA.

Lesa meira

Golden Bahia de Tossa er 4 stjörnu hótel, staðsett í Tossa de Mar og í um 800 metra fjarlægð frá ströndinni. Á hótelinu eru fimm sundlaugar, SPA og barir. Hótelið er fjölskylduvænt og er vinsælt meðal hjólreiðafólks en hægt er að bóka sér hjólreiðaferðir í gegnum hótelið.

Lesa meira

Hótel Delamar er gott 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta Lloret de Mar. Stutt er í ströndina og mannlífið í bænum. Á hótelinu má finna sundlaug og góða sólbaðsaðstöðu bæði í garðinum og á þaki hótelsins. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

 

Lesa meira

Fenals Garden er 4 stjörnu hótel staðsett rétt við bæjarmörk Lloret de Mar. Aðeins eru um 400 metrar niður á strönd og um 10 mínútna ganga í miðbæinn þar sem finna má úrval veitingastaða, verslana og næturklúbba. 

Lesa meira

Fjölskylduvænt og skemmtilegt 4* hótel staðsett í rólegu umhverfi Lloret de Mar við Costa Brava. Vatnsrennibrautir, stór garður og sundlaugarsvæði, krakkaklúbbur, líkamsrækt, spa, skemmtidagskrá og margt fleira fyrir fjölskylduna. 

Lesa meira

Gran Hotel Reymar & SPA er notalegt 4 stjörnu hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. 

Lesa meira

Hótel Rosamar Garden Resort er gott 4 stjörnu hótel í Lloret de Mar, staðsett aðeins 300 metrum frá ströndinni. Góður valkostur fyrir fjölskyldur og pör. Góður garður með fjórum sundlaugum, vatnsrennibrautum og mikilli afþreyingu.

Lesa meira

Hótel Rosamar & Spa er flott 4 stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í Lloret de Mar og aðeins 5 min frá miðbænum. Góður valkostur fyrir fjölskyldur og pör. Sundlaugagarður með þremur sundlaugum, saltvatnslaug og laug eingöngu fyrir fullorðna, svo er barnalaug með rennibraut.

Lesa meira

Hótel Alegria Santa Cristina er 4 stjörnu hótel staðsett um 600 metrum frá ströndinni í Lloret de Mar. Hugguleg herbergi, fín aðstaða á hótelinu og stutt í allt það helsta sem Lloret de Mar býður upp á. Gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið.

Lesa meira

Hótel Alegria Plaza Paris er gott 4 stjörnu hótel staðsett í Lloret de Mar. Flott sólbaðsaðstaða með sundlaugum og heilsulind. Tilbvalið hótel til þess að slaka á í fríinu. Gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði og allt innifalið.

Lesa meira

GHT Sa Riere er nýtt 4 stjörnu hótel í Tossa de Mar. Góð staðsetning í miðbænum nálægt búðum og ströndinni. Gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu

Lesa meira

Hotel L'azure er nýtt (mars 2020) 4 stjörnu hótel í Lloret de Mar. Hótelið er tilvalið fyrir fjölskyldur og pör en í garðinum er vatnaleiksvæði fyrir börnin. Gestir geta valið um morgunverð eða hálft fæði. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Lesa meira

Trimar er mjög vel staðsett íbúðarhótel aðeins um 400 metra frá Lloret de Mar ströndinni og um 150 metra frá miðbænum. Einfaldar íbúðir á besta stað á Lloret de Mar.

Lesa meira

Xaine Park hótelið er 3 stjörnu hótel í hjarta miðbæjar Lloret de mar. Örstutt er á ströndina og veitingastaðir, verslanir og skemmtistaðir  eru handan við hornið.   

Lesa meira

Sólarlottó þriggja stjörnu gisting á Costa Brava. Fyrir brottför upplýsum við farþega á hvaða hóteli þeir munu gista á.

Lesa meira

GHT Tossa Park Apartments er einfalt 3* íbúðarhótel staðsett á rólegum stað í Tossa de Mar. Á hótelinu er sundlaug, morgunverðahlaðborð, bar, krakkaklúbbur o.fl. Íbúðirnar eru heimilislegar með svölum sem snúa að sundlauginni.

Lesa meira

Odissea Park er tveggja stjörnu íbúðarhótel í Santa Susana. Hótelið er vel staðsett 100 metrum frá ströndinni,  þar sem má finna bari og veitingastaði. 

Lesa meira