Jardin del Atlantico er 2ja stjörnu íbúðahótel staðsett 200 m frá Ensku ströndinni á suðurströnd Gran Canaria. Á staðnum er leiksvæði fyrir börn og 4 útisundlaugar
sem eru umkringdar pálmatrjám.
GISTING - Vinsamlegast athugið að hótelið rukkar tryggingu við komu - EUR 50 á kreditkort eða debitkort - ekki hægt að greiða í peningum
Snyrtilegar og ágætlega búnar íbúðir með einu svefnherbergi. Í öllum íbúðum er svefnherbergi, stofa, baðherbergi með baðkari, flatskjár, sími og svalir. Hægt að leigja viftu í gegnum gestamóttöku.
Eldhúskrókur er í íbúðunum með hellum, litlum ísskáp og katli.
AÐSTAÐA
Í sundlaugargarðinum eru sundlaug, sundlaugarbar og barnalaug. Lítil verslun er á staðnum og leikherbergi. Frítt Wi-fi í gestamóttöku. Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara gegn aukagjaldi. Búið er að opna líkamsræktar aðstöðu á hótelinu sem er opin frá kl. 06:00-23:00. Hægt er að kaupa aðgang per dag, viku aðgang eða 1 mánuð.
AFÞREYING
Á hótelinu er hjólaleiga og lítið diskótek sem gestir hafa frían aðgang að á kvöldin.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborði og sundlaugarbar.
FYRIR BÖRNIN
Í garðinum er leikvöllur, barnasundlaug, minigolf og tennisvöllur.
STAÐSETNING
Jardin del Atlantico er staðsett um 200 metra frá Ensku ströndinni og rétt hjá Kasbah
AÐBÚNAÐUR JARDIN DEL ATLANTICO
Íbúðir
Svalir/veröld
Eldhús
Baðherbergi
Útilaug
Leikvöllur
Tennisvöllur
Nudd
Veitingastaður
Snarlbar
Hjólaleiga
Mini-golf
ATH
Upplýsingar
9, Calle San Cristóbal de la Laguna, 35100 San Bartolomé de Tirajana, Las Palmas, Spánn
Kort