Enska ströndin

Jardin del Atlantico er  2ja stjörnu íbúðahótel staðsett 200 m frá Ensku ströndinni á suðurströnd Gran Canaria. Á staðnum er leiksvæði fyrir börn og 4 útisundlaugar

sem eru umkringdar pálmatrjám.

GISTING   - Vinsamlegast athugið að hótelið rukkar tryggingu við komu -   EUR 50 á kreditkort eða debitkort - ekki hægt að greiða í peningum

Snyrtilegar og ágætlega búnar íbúðir með einu svefnherbergi. Í öllum íbúðum er svefnherbergi, stofa, baðherbergi með baðkari, flatskjár, sími og svalir. Hægt að leigja viftu í gegnum gestamóttöku.

Eldhúskrókur er í íbúðunum með hellum, litlum ísskáp og katli. 

AÐSTAÐA

Í sundlaugargarðinum eru sundlaug, sundlaugarbar og barnalaug. Lítil verslun er á staðnum og leikherbergi. Frítt Wi-fi í gestamóttöku. Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara gegn aukagjaldi. Búið er að opna líkamsræktar aðstöðu á hótelinu sem er opin frá kl. 06:00-23:00. Hægt er að kaupa aðgang per dag, viku aðgang eða 1 mánuð.

AFÞREYING 

Á hótelinu er hjólaleiga og lítið diskótek sem gestir hafa frían aðgang að á kvöldin. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborði og sundlaugarbar. 

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er leikvöllur, barnasundlaug, minigolf og tennisvöllur.

STAÐSETNING 

Jardin del Atlantico er staðsett um 200 metra frá Ensku ströndinni og rétt hjá Kasbah 

AÐBÚNAÐUR JARDIN DEL ATLANTICO 

Íbúðir 

Svalir/veröld

Eldhús 

Baðherbergi

Útilaug 

Leikvöllur

Tennisvöllur 

Nudd 

Veitingastaður 

Snarlbar

Hjólaleiga 

Mini-golf 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

9, Calle San Cristóbal de la Laguna, 35100 San Bartolomé de Tirajana, Las Palmas, Spánn

Kort