Paradísareyjan Tenerife

 

Ferðatímabil:

Beint flug til Tenerife með Icelandair eða ítalska flugfélaginu Neos. í febrúar, mars og apríl er flug í boði sirka á 10-14 daga fresti. Frá maí og út október er flug tvisvar í viku. 

 

Tenerife er stundum kölluð Paradís hinna vandlátu. Eyjan er stærst Kanaríeyjanna og býður upp á fallegar strendur, tæran sjó og glæsilega gististaði. Þar er líka að finna stórbrotna náttúru og margskonar afþreyingu. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval gististaða á góðum kjörum á Tenerife þar sem þú og þínir koma svo sannarlega endurnærð úr fríinu.

Undraheimur Tenerife

Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett rétt um 300 kílómetra frá ströndum Afríku. Þar er veðursæld allt árið um kring, aldrei of heitt og aldrei kalt. Eyjan er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma og er skringilega þríhyrnd í laginu. Á eynni miðri rís svo hið tignarlega fjall Pico del Teide, hæsta fjall Spánar.

Þar sem veðurfar á eyjunni er jafnt allan ársins hring gerir það að verkum að eyjan er eftirsóttur áfangastaður í desember jafnt sem í júlí. Meðalhiti er 20-22 gráður en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 stig og sjaldan yfir 30 gráður. Verðlag á Tenerife þykir nokkuð hagstætt enda er þar að finna allar mögulegar tegundir gististaða ásamt fjölbreyttu úrvali verslana og veitingahúsa. Ölkrús kostar til að mynda 2-4 evrur en ótal veitingahús og barir bjóða líka upp á „happy hour“ þar sem bjór og vín er ódýrara síðdegis.

Allir elska Tenerife

Nóg er við að vera á Tenerife. Krakkarnir skemmta sér konunglega í skemmtigörðum, sundlaugum eða á ströndinni. Stærsta go-kart braut Evrópu er einnig að finna á Tenerife, splunkunýr og stórglæsilegur vatnsrennibrautagarður að nafni Siam Park og flestir hafa heyrt um hið víðfræga Aqualand. Sundlaugagarðurinn hefur verið vinsæll um áraraðir með sínum rennibrautum fyrir alla fjölskylduna og stórskemmtilegri höfrungasýningu. Loro Parque dýragarðurinn hýsir svo meðal annars eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum. Þar er líka að finna 50 lunda alla leið frá okkar eigin Vestmannaeyjum, „fiskabúr“ með yfir 3000 tegundum sjávardýra og auðvitað öll helstu villidýr Afríku.

Á ströndinni geta krakkar og fullorðnir notið sín í botn. Þar er hægt að liggja í leti eða sprikla í tæru hafinu með Afríku í augsýn. Þar eru ótal vatnaíþróttir í boði. Hægt er að leigja sjóskíði, banabáta, fara að sigla eða kafa, allt á góðu verði.

Gómsætur matur og kvöldskemmtanir

Á kvöldin er nóg við að vera í iðandi næturlíf eyjunnar. Fjöldinn allur af fyrsta flokks veitingastöðum þar sem allir í hópnum finna sér eitthvað við sitt hæfi. Þegar líður á kvöldið er nóg í boði fyrir þá sem vilja halda stuðinu áfram enda eru ótal næturklúbbar þar sem hægt er að dansa fram á rauða nótt og jafnvel til morguns.

Verslun

Á Tenerife er auðvelt að versla, annað hvort á göngugötum amerísku strandarinnar eða í stórum verslunarkjörnum. Heimamenn halda einnig reglulega útimarkaði þar sem finna má ótal gersemar.

Siam Mall er stór verslunarmiðstöð þar sem allar helstu tískuvöruverslanirnar eru til húsa. Zara, Stradivarius, Pull&Bear, Mango, Bershka til að mynda. Verðlag er mjög hagstætt miðað við það sem gengur og gerist heima á Íslandi og úrvalið mikið.

Fjölbreytt úrval gististaða á góðu verði

Áfangastaðir okkar á Tenerife eru vinsælustu ferðamannabæir eyjarinnar, Playa de las Americas og Costa Adeje, syðst á eynni. Það er ekki af ástæðulausu enda standa þar glæsileg hótel meðfram 8 kílómetra langri strandlegjunni með útsýni yfir fagurblátt hafið til suðurs og eyjuna La Gomera í suðvestri. Gististaðirnir okkar eru fjölbreyttir og henta sumir barnafólki betur en aðrir.

Playa de las Americas

Playa de las Americas er dásamlegur, lítill strandbær á suðurhluta eyjarinnar. Hér er á ferðinni einn líflegasti staður eyjunnar þar sem öll fjölskyldan skapar minningar sem lifa til ára eftir á. Þar er að finna fjöldann allan af verslunum, glæsilegar strendur og á fallegri strandlengjunni er að finna ótal góðar gönguleiðir. Þar er líka líflegt næturlíf, krár og skemmtistaðir.

Costa Adeje

Costa Adeje er staðsettur við hlið Playa de las Americas og er mun rólegri. Hér slaka allir á og koma endurnærðir úr fríinu. Hótel á þessu svæði henta eflaust betur þeim sem vilja lifa letilífi í fríinu, liggja við sundlaugarbakkann og sötra öl eða aðrar fljótandi veigar. Okkar flottustu hótel eru á þessu svæði okkar mestu lúxus hótel eru á svæðinu eins og Gran Hotel Bahia del Duque til að mynda sem er stórkoslegt fimm stjörnu lúxus hótel.

Gistingar á Tenerife

Villa Cortes er fimm stjörnu gisting í fyrsta flokki. Allt hótelið er í mexíkóskum stíl. Hótel fyrir þá kröfuhörðustu sem vilja slökun og rólegheit ásamt því að njóta mestu þæginda og þjónustu sem völ er á. Æðislegur sundlaugagarður með stórri sundlaug og barnalaug. 

Lesa meira

La Siesta er fjögurra stjörnu hótel staðsett fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni, aðeins 200 m frá sjónum. Mjög stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og skemmtistaði. Skemmtidagskrá og grillað einu sinni í viku í garðinum

Lesa meira

Be Live La Nina er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Puerto Colon hafnarinnar, mitt á milli Costa Adeje og Playa de las Americas strandanna. Hótelið er staðsett við fallega barnvæna strönd. 

Lesa meira

Troya Hotel er gott 4 stjörnu hótel, alveg við ströndina og á besta stað í Playa de las Americas. Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, góð sundlaug, barnasundlaug, líkamsrækt, heilsulind, tennisvellir og snyrti- og hárgreiðslustofa. 

Lesa meira

Grand Muthu Golf Plaza er gott fjögurra stjörnu íbúðarhótel staðsett í Golf de Sur, á suðurhluta Tenerife. Golf de sur er lítill bær staðsettur á suðurhluta Tenerife, í um 10 mínútna akstri frá flugvellinum Reina Sofia. Fallegur garður með sundlaug og leikvelli. Á hótelinu er heilsulind. 

Lesa meira

Hótel Fanabe er flott 4ra stjörnu hótel vel staðsett í Costa Adeje, stutt er á ströndina og í alla þjónustu verslanir og veitingastaði. Góð sólbaðsaðstaða með tvískiptri sundlaug (upphitaðar á veturna) og falleg herbergi. Margskonar afþreying og ókeypis þráðlaust internet er í sameiginlegu rými. 

Lesa meira

Hotel Isabel er gott 4ra stjörnu hótel staðsett 600 metra frá Fanabé ströndinni á Costa Adeje ströndinni. Íbúðirnar eru bjartar og fallega hannaðar með eldhúskrók og baðherbergi. Svalir eða verönd. Í garðinum er sundlaug, leikvöllur og barnalaug. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

H10 Conquistador er mjög vel staðsett 4 stjörnu hótelgisting í hjarta Playa de las americas. Herbergin eru fallega innréttuð og vel útbúin. Garðurinn snýr út að Atlantshafinu og þar er stór sundlaug og barnalaug. Að okkar mati eitt besta 4ra stjörnu hótel á suðurhluta Tenerife. 

Lesa meira

H10 Costa Adeje Palace er gott 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina á Costa Adeje. Góður sundlaugagarður með þrem sundlaugum og barnalaug ásamt aðstöðu til sólbaða. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.

Lesa meira

Jardin Tropical Hotel er flott og nýlega uppgert 4* hótel við sjávarsíðu Costa Adeje. Aðstaðan er einstaklega góð, mikið úrval veitingastaða, flottar sundlaugar og sólbaðsaðstaða, líkamsræktarstöð, heilsulind og fleira. Herbergin eru snyrtileg og nýtískuleg með annað hvort svölum eða verönd og öllum helstu þægindum. 

Lesa meira

H10 Las Palmeras er 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina á Playa del las Americas. Við hótelið er fallegur garður ásamt góðum sundlaugum. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Hálft fæði eða allt innifalið. 

Lesa meira

Hotel Gala er 4ra stjörnu hótel, vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu og aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið er rómað fyrir góðan mat og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni. Tvær sundlaugar og barnalaug með leiktækjum. 

Lesa meira

Hótel Bitacora er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett á suðurenda Playa de las Americas. Gott fjölskylduhótel, frábært leiksvæði fyrir börn og fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Val er um allt innifalið eða hálft fæði. 

Lesa meira

Vulcano er fjögurra stjörnu hótel vel staðsett miðsvæðis á Playa de las Americas. Einungis um 5 mínútna gangur niður á hinn svokallaða „Laugaveg Tenerife“. Útisundlaugar og lifandi tónlist reglulega. Skemmtilegt hótel fyrir fjölskylduna. 

Lesa meira

Sensimar er glæsilegt 4 stjörnu hótel, vel staðsett við ströndina í Los Cristianos. Hótelið er aðeins fyrir 18 ára og eldri. 

Lesa meira

Hótel Tigotan Lovers and Friends er fjögurra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Americas og í göngufjarlægð frá strönd og iðandi mannlífi. Sundlaugargarður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu og frábær sundlaug á þakinu. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Marylanza er gott 4 stjörnu íbúðahótel á Playa de las Americas svæðinu. Á hótelinu er glæsileg líkamsræktaraðstaða og SPA. Staðsett við Golf Las Americas golfvöllinn og í léttu göngufæri við ströndina og miðbæinn. Frábær kostur fyrir golfara og fjölskyldur. 

Lesa meira

Olé Tropical (áður Tropical Playa) er ný uppgert 4ra stjörnu hótel staðsett á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett í hlíðunum fyrir ofan Troya ströndina og er um 800 metra gangur niður að sjó. 

Lesa meira

Flamingo Beach Mate er 4 stjörnu íbúðagisting staðsett í einungis 5 min göngufjarlægð frá Fañabe-ströndinni. Góð gisting í hjarta Costa Adeje.

Lesa meira

Best Tenerife er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Amerícas. Gott fjölskylduhótel með krakkaklúbb og fjölbreyttri skemmtidagskrá. Mjög gróðursæll, skemmtilegur sundlaugagarður með góðri sólbaðsaðstöðu. 

Lesa meira

Sunprime Coral Suites & Spa er gott 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett í hjarta Playa de las Americas. Flott hótel með stórum svítum. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. 

Lesa meira

Hótel Gara Suites er 4 stjörnu hótel á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett alveg við Las Americas golfvöllinn. Umhverfið er notalegt, tvær sundlaugar í garðinum ásamt lítilli grunnlaug fyrir krakkana, skemmtidagskrá og krakkaklúbbur: Tilvalið hótel fyrir golfara. 

Lesa meira

Hotel Gran Oasis Resort er frábært 4ra stjörnu ný uppgert íbúðahótel á Playa de las Americas á Tenerife. Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og henta því vel stærri fjölskyldum. Sérlega fallegur, gróðursæll garður með þremur sundlaugum. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

Green Garden Resort & Suites er vinsælt 4 stjörnu íbúðarhótel á Amerísku ströndinni. Fallegur og gróðursæll garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Íbúðirnar eru vel útbúnar öllu því helsta sem þarf í fríinu og mjög stutt er í Siam Park og golfvöllinn Golf las Americas.

Lesa meira

H10 Big Sur er fallegt 4 stjörnu " Boutique" hótel, eingöngu fyrir 18 ára og eldri, staðsett við ströndina í Los Cristianos með útsýni yfir höfnina og La Gomera eyjuna. Chill-out verönd er á hótelinu og Despacio snyrtistofa. Úrval af veitingastöðum, kaffihúsum verslunum og börum í nágrenni hótels.

Lesa meira

Best Jacaranda er í 500 metra göngufjarlægð frá ströndinni og í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Siam Park. Einnig er auðvielt að komast á milli staða frá hótelinu þar sem samgöngur eru góðar nálægt hótelinu.óteli&a

Lesa meira

Playa Olid er nýuppgert 3 stjörnu íbúðarhótel sem er staðsett um 700 metra frá strandlengju Torviscas og Fanabe á Costa Adeje svæðinu. Gróðursæll garður með sundlaug, krakkaklúbbur og unglingaklúbbur.

Lesa meira

Panoramica Heights Aparthotel er mjög fínt 3ja stjörnu íbúðahótel í Costa Adeje og hentar fjölskyldum mjög vel. Fallegt útsýni er úr hótelgarðinum og allar íbúðir með sjávarsýn. Athugið að þetta hótel er staðsett hátt uppi í fjallshlíðum og hentar ekki þeim sem eiga erfitt með gang. 

Lesa meira

Tenerife Sur er þriggja stjörnu gisting í Los Cristianos, um 500 metra gangur er á Los Cristianos ströndina. Íbúðir með einu svefnherbergi sem henta vel fjölskyldum. Lítið eldhús og svalir eða verönd í öllum íbúðum. Góður garður með sundlaug og Pálma trjám. Ath. borga þarf fyrir að fá sjónvarp í herbergin

Lesa meira

Aguamar er þriggja stjörnu hótel staðsett Í Los Cristianos. Í nágrenninu eru Los Cristianos ströndin, Golf Las Americas og Las Vistas ströndin. 

Lesa meira

HG Cristian Sur er þriggja stjörnu íbúðargisting í Los Cristianos. Um 10 mín ganga er að Los Cristianos ströndinni og miðbæ Los Cristianos þar sem finna má úrval af frábærum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. 

Lesa meira

Santa Maria er góð þriggja stjörnu íbúðagisting staðsett rétt fyrir ofan Fanabe ströndina á Costa Adeje. Líflegt umhverfi með mikið af verslunum, veitingastöðum, börum og stutt í alla þjónustu. Skemmtidagskrá og barnaklúbbur á hótelinu og góð sólbaðsaðstaða.  

Lesa meira

Hovima Panorama er 3ja stjörnu hótel staðsett nærri Costa Adeje ströndinni. Á hótelinu eru bæði íbúðir með einu svefnherbergi eða stúdíó. Í garðinum er sundlaug og barnalaug ásamt sólbaðsaðstöðu. 

Lesa meira

Hotel Hovima Jardin Caleta er gott 3 stjörnu hótel staðsett í La Caleta, fallegt þorp staðsett í göngufæri við Del Duque ströndina. Sundlaug og barnalaug í garðinum ásamt sundlaugabar. Íbúðir með einu svefnherbergi og hægt að óska eftir herbergi með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Skemmtidagskrá og barnaklúbbur. 

Lesa meira

Parque Cristóbal er þriggja stjörnu, skemmtileg og frábærlega vel staðsett smáhýsagisting. Skemmtilegur garður með útisundlaugum og barnalaug. Svæðið nær yfir 30.000 fermetra og skartar 151 íbúð í friðsælum garði. 

Lesa meira

Parque Santiago er mjög góð 3ja stjörnu íbúðagisting á besta stað á Playa de las Americas ströndinni. Þetta íbúðahótel er eitt eftirsóttasta hótel Tenerife. Hótelið er byggt í skemmtilegum spænskum stíl og í miðjunni er frábær sundlaugargarður. Mjög fjölskylduvænt hótel á besta stað. 

Lesa meira

Compostela Beach Club Aparthotel er einfalt þriggja stjörnu notalegt íbúðahótel staðsett skammt frá golfvelli á Playa de las Américas. Íbúðirnar eru snyrtilegar og einfaldar með einu svefnherbergi. Á hótelinu er fallegur garður með pálmatrjám og þar er að finna sundlaug.

Lesa meira

Saint George er bjart og fallegt 3* íbúða hótel á frábærum stað milli Los Cristianos og Playa de las Americas. Á hótelinu er stór og góð sundlaug og flott sólbaðssvæði. Herbergin eru hugguleg og nýtískulega innréttuð, með svölum eða verönd, eldhúsi og baðherbergi. 

Lesa meira

Skemmtilegt 3* hótel í Los Christianos. Nýlega uppgert með litríkum og björtum 70 fm. svítum með svölum. Á hótelinu er sundlaug með garði og góðri sólbaðsaðstöðu, líkamsræktaraðstaða, hlaðborðsveitingastaður og fleira. 

Lesa meira

Catalonia Oro Negro 3* hótel 10 mínútum frá amerísku ströndinni á suðurhluta Tenerife. Hótelið er með góða aðstöðu fyrir fullorðna og börn. Stór sundlaug, mikil afþreying, líkamrsækt, heilsulind, krakkaklúbbur og skemmtanir á kvöldin!

Lesa meira

Hótel Park Club Europe er frábært 3ja stjörnu hótel sem býður upp á allt sem þú þarft til að njóta frísins , góðan mat, ALLT INNIFALIРog líf og fjör allan daginn! Umhverfið er framandi með miklum hitabeltisgróðri í sundlaugargarðinum.

Lesa meira

Ohasis Apartments er ný uppgert hótel í hlíðum Los Cristianos. Snyrtilegt og fallega innréttað með sundlaug, leikherbergi, líkamsrækt, spa og fleiru fyrir gesti. 

Lesa meira

Beverly Hills er snyrtileg 3 stjörnu íbúðagisting í Los Cristianos. Hótelið er staðsett í hlíð fyrir ofan Los Cristianos í um 15-20 mín göngufjarlægð frá ströndinni og miðbæ Los Cristianos. Boðið er upp á akstur niður í bæ nokkrum sinnum á dag. 

Lesa meira

Hótel Andorra er gott 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett á Playa de Las Amerícas, á suðurhluta Tenerife. Við bjóðum upp á stúdíóíbúðir sem henta vel tveimur einstaklingum, með eldunaraðstöðu. Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Athugið að ekki er lyfta í húsinu. 

Lesa meira

Parque de las Americas er vel staðsett íbúðahótel á jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. 

Lesa meira

Gestir geta valið um íbúðir með einu 2 eða 3 svefnherbergjum. Íbúðirnar hafa allr sjónvarp, öryggishólf (gegn aukagjaldi), brauðrist, verönd og lítið eldhús. ATH að ekki er loftkæling í íbúðunum. 

Lesa meira

Primecomfort California er einföld en fallega hönnuð 2 stjörnu íbúðargisting vel staðsett á Playa de las Americas. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

Lesa meira

Hotel Coral Californa er nútímalegt 2* hótel, með sundlaug, garð bar og fleira. Í nálægð við hótelið eru verslanir og þjónusta, Siam Park og ströndin. Íbúðirnar eru mínímalískar með eldhúskrók, baðherbergi, svalir og fleira. Hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri. 

Lesa meira