Playa de las Americas

Parque Santiago IV er mjög góð 3ja stjörnu íbúðagisting á besta stað á Playa de las Americas ströndinni. Þetta íbúðahótel er eitt eftirsóttasta hótel Tenerife. Parque Santiago IV er rólegri hluti hótelsins og hentar þeim sem vilja meira næði við sundlaugarbakkan vel.

GISTING 

Snyrtilegar íbúðir með einu svefnherbergi eða tveimur eða stúdíó. Þær eru ýmist á einni eða tveimur hæðum. Í íbúðunum er eldhús, baðherbergi, stofa með svefnsófa og hægt er að leigja öryggishólf og viftur. Athugið að ekki eru lyftur í öllum byggingum. Íbúðir eru ekki með sundlaugar eða sjávarsýn, en hægt að fá stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi með garðsýn.

AÐSTAÐA 

Hótelgarðurinn er að öllum líkindum einn sá stærsti sem finnst á svæðinu og er bæði mjög fallega hannaður og vel búinn. Í hjarta garðsins er 10.000 fermetra sundlaug auk minni lauga og mjög stórri sólbaðsaðstöðu. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti. 

VEITINGAR 

Á hótelinu eru átta veitingastaðir þar á meðal spænskur, ítalskur, kínverskur og alþjóðlegur veitingastaður. Einnig eru barir og kaffihús sem bjóða upp á léttan mat, framandi kokteila eða lifandi tónlist og skemmtiatriði.  

FYRIR BÖRNIN 

Aðgangur er að "children´s water park" sem staðsettur er við Parque Santiago III fyrir þá sem vilja burlsa í sólinni. 

STAÐSETNING 

Skemmti- og veitingastaðir í öllum regnbogans litum og alþjóðlegar verslanir með ótrúlega fjölbreytt vöruúrval gera hótelið að eftirsóttum stað fyrir þá sem vilja vera í rólegheitum við strönd en jafnframt í göngufæri við iðandi mannlíf. 

AÐBÚNAÐUR Á PARQUE SANTIAGO 

Íbúðir 

Svalir 

Lítið eldhús 

Baðherbergi 

Svefnsófi 

Stór sundlaug 

Leiktæki 

Veitingastaðir 

Sundlaugarbar 

Lyftur(ekki í öllum byggingum) 

Vatnsrennibrautir 

 

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Las Américas, 2, Playa de las Américas -38650 Arona

Kort