Almería - Sumarstaður fjölskyldunnar!

Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús og seiðandi flamenco tónlist. Þetta er Almeria, paradís fjölskyldunnar. Borgin er staðsett í næststærsta héraði Spánar, Andalúsiu sem býr yfir einstakri veðurblíðu og mjúkum ströndum. Steinsnar frá Almeria er svo strandbærinn Roquetas de Mar sem er fjölskylduvænn áfangastaður með úrvalsgististöðum á góðu verði.

Töfrandi strandbær

Aðgengi á svæðinu Roquetas de Mar er einstaklega gott og hótelin okkar standa flest við, eða mjög nálægt fallegri ströndinni. Lítið er um brekkur og svæðið er því mjög þægilegt yfirferðar. Bærinn sjálfur hefur gefið orð á sér fyrir að vera snyrtilegur og yfirvöld passa að öllu sé vel við haldið.

Meðfram ströndinni liggur skemmtileg göngugata sem ferðalangar geta notið þess að spóka sig um á, horfa yfir hafið og smakka allar þær dýrðir sem Spánn hefur upp á að bjóða. Í borginni má líka finna fjölda veitingahúsa, verslana, pöbba, skemmtistaði og 18 holu golfvöll sem staðsettur er í miðjum bænum.

Nóg er um að vera á svæðinu öllu, bæði í Roquetas de Mar, í bæjunum í kring og í iðandi borginni Almeria. Bara í Roquetas de Mar má finna vatnsrennibrautargarð, sædýrasafn, go-kart braut, sérstök línuskautasvæði, fallega smábátahöfn og lítinn barnaskemmtigarð fyrir yngstu ferðalangana.

Frábærir verslunarmöguleikar

Í Roquetas de Mar er stærsta verslunarhús Andalúsíu héraðsins, Gran Plaza. Þar eru til að mynda verslanir á borð við H&M, Massimo Dutti, Casa, Pull & Bear, Jack & Jones, Toys R Us og auðvitað Zara. Í heildina eru verslanir í verslunarhúsinu 125 og gefur því auga leið að úrvalið er mjög fjölbreytt. Það ættu líka allir að finna eitthvað við sitt hæfi því þar er fjöldi veitingahúsa, leiktækjasalur, keiluhöll og 13 sala kvikmyndahús.

Alla fimmtudaga er haldinn útimarkaður í borginni þar sem ferðalangar geta gengið um á meðal heimamannana og eflaust nælt sér í spænskar gersemar á góðu verði.

Þeir sem vilja spóka sig um utan bæjarmarkanna býður svæðið í kringum Roquets de Mar upp á ótal möguleika. Akstur til Almeria tekur einungis um hálfa klukkustund og eru samgöngur tíðar og ódýrar.

Fjölbreyttir gististaðir

Á Roquetas de Mar bjóðum við upp á fjölbreytt úrval gististaða þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjörug hótel með stórum sundlaugum eru kannski betri fyrir barnafjölskyldur meðan minni hótel hæfa fremur pörum eða einstaklingum.

Gistingar á Roquetas de Mar

Hotel Neptuno er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel um 300 metra frá ströndinni í Roquetas de Mar. Snyrtilegar, bjartar íbúðir með svölum. Í garðinum er stór sundlaug  með rennibraut og barnalaug. Fjölskylduvænt og gott hótel í nálægð við golfvöllinn Playa Serena. 

Lesa meira

Hotel Arena Center er hlýlegt 4ra stjörnu íbúðarhótel í göngufjarlægð frá ströndinni í Roquetas de Mar. Íbúðir með einu svefnherbergi. Á hótelinu eru tvær sundlaugar í garðinum, ein með heitum potti og önnur fyrir börnin. 

Lesa meira

Alua Golf Trinidad,  áður Roc Golf Trinidad, er frábærlega staðsett 4ra stjörnu hótel í Roquetas de Mar. Gengið er beint af hótelinu niður á strönd! Fjöldi verslana og veitingahúsa er í nágrenni hótelsins. Herbergi hótelsins eru nýlega uppgerð og öll sameiginleg aðstaða mjög góð. Frábær ko

Lesa meira

Mediterraneo Bay er líflegt 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett á ströndinni í Roquetas de Mar og í hjarta bæjarins. Á hótelinu er frábær sundlaugargarður með rennibrautum, herbergin eru rúmgóð og hægt er að kaupa pakka með allt innifalið.  Hótelið er vinsæll kostur fyrir fjölskyldur. 
 

Lesa meira

Best Sabinal er gott 4ra stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar og við hliðina á mini - tívolíinu í hjarta bæjarins. Góður garður með sundlaug og barnalaug. Stutt í alla þjónustu. Gestir geta valið hálft fæði eða allt innifalið á hótelinu. 

Lesa meira

Zoraida Beach Resort Hotel er smekklega hannað 4ra stjörnu hótel með skemmtilegum garði, staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Frábær staðsetning þar sem gengið er beint niður á strönd frá hótelinu. Stór og góður sundlaugargarður með vatnsrennibrautum fyrir krakka.

Lesa meira

Hotel Playasol er frábært 4ra stjörnu hótel við ströndina í Roquetas de Mar. Á hótelinu stór og fallegur garður með sundlaug, rennibrautum og fossum. Herbergin eru björt og fallega hönnuð. Mjög fjölskylduvænt hótel þar sem börnin fá að njóta sín. Gestir hafa val um hálft eða fullt fæði. 

Lesa meira

Hotel Playalinda er gott 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett við ströndina í Roquetas de Mar. Góður garður með sólbaðsaðstöðu og flottri sundlaug með rennibrautum. Á þessu hóteli er mikil dagskrá fyrir alla fjölskylduna og engum ætti að leiðast. 

Lesa meira

Hotel Best Roquetas, áður Hotel Playaluna, er gott 4ja stjörnu hótel staðsett við Playa Serena ströndina, hótelið býður uppá fjölbreytta þjónustu. Um 4 km er í miðbæ Roquetas de Mar. Góður garður með aðstöðu til sólbaða, hægt er að fá leigð handklæði á bekkina. Góð sundlaug með rennibraut o

Lesa meira

Bahia Serena er gott 4ra stjörnu íbúðahótel í  Roquetas de Mar. Stór sundlaug í garðinum og inni er lítil innilaug. Íbúðir með einu svefnherbergi, einfaldar en búnar öllum helstu þægindum. 

Lesa meira

Hotel Playacapricho, er skemmtilegt 4ra stjörnu hótel við ströndina. Garðurinn á þessu hóteli er mjög gróðursæll og fallegur með sundlaug og rennibrautum. Krakkaklúbbur er starfandi á hótelinu og íþróttir í boði fyrir fullorðna. Skemmtilegt hótel fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

Sólarlottó - látum vita skömmu fyrir brottför hvaða hóteli er gist á. 

Lesa meira

AR Almerimar er fjögurra stjörnu hótel staðsett við ströndina og aðeins 200 metrum frá smábátahöfninni. Hótelið er við hliðina á Almerimar golfvellinum sem er 27 holu golfvöllur. Í garði hótelsins er að finna góða aðstöðu til sólbaða með sólbekkjum og sólhlífum.

Lesa meira

Pierre Vacances er nýleg þriggja stjörnu íbúðagisting í Roquetas de Mar. Tvær sundlaugar eru í garðinum þar af önnur barnalaug. Íbúðir með 2 svefnherbergjum. Íbúðirnar eru staðsettar um 500m frá strönd. Frábær kostur fyrir stórar fjölskyldur í leit að góðri gistingu.

Lesa meira

Golf Center Apartamentos er vel staðsett tveggja stjörnu íbúðagisting. Hótelið er innan golfvallarins, um 500 metra frá ströndinni á Roquetas de Mar. Í næsta nágrenni eru verslanir og veitingastaðir. 

Lesa meira

Maracay er einföld tveggja stjörnu íbúðargisting staðsett um 15 mín göngufjarlægð frá miðbæ Roquetas de Mar og í 150 metra fjarlægð frá ströndinni.

Lesa meira