Roquetas de Mar

Hotel Playasol er fallegt 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta Roquetas de Mar með frábærum sundlaugargarði. Gengið beint úr hótelgarðinum niður á strönd. Á þessu hóteli er mikið lagt upp úr fjölbreyttri skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Fallegur garður, heilsulind og vatnsrennibrautir. Hægt er að velja um hálft fæði eða allt innifalið.

GISTING

Fallega innréttuð björt og lífleg herbergi með svölum eða verönd. Öll herbergi eru með síma, sjónvarpi, loftkælingu og minibar. Á baðherbergi er hárþurrka. Hægt er að kaupa aðgang að interneti inn á öll hótel herbergi en gestir fá ókeypis aðgang að interneti í almenningsrými hótelsins, þó einungis í takmarkaðan tíma í senn. Herbergin taka að hámarki 2 fullorðna og 1 barn. Á öllum herbergjum er annað hvort loftkæling eða kynding í boði fyrir gesti og er hún árstíðarbundin. 

AÐSTAÐA

Hótelið er sérstaklega fjölskylduvænt vegna þess hve vel útbúinn garðurinn er. Staðsetning hótelsins spilar einnig þar inn í, en hægt er að ganga beint niður á strönd út hótelgarðinum. Sundlaugin í hótelgarðinum er sérstök að því leiti að í henni eru fossar og klettar sem gera ævintýri hvers dags ennþá skemmtilegri. Í sundlauginni er einnig innbyggður heitur pottur. Á hótelinu er stór og flott heilsulind en að sækja hana kostar þó aukalega. Í heilsulindinni stendur gestum til boða fjölbreytt úrval ýmsra meðferða. Hægt er að fá handklæði við laugina gegn tryggingagjaldi EUR10.  Skipti á handklæði kostar EUR1.

AFÞREYING

Á hótelinu er skemmtilegt leikjaherbergi, hárgreiðslustofa, heilsulind og fleira. Í kringum hótelið er hægt að bralla ýmislegt. Þetta hótel leggur mikið upp úr margskonar skemmtun fyrir fullorðna og börn. MaxiClub er t.d. fyrir þá sem vilja halda sér í formi og taka á því í fríinu. Playa Serena golf völlurinn er í um 800 m fjarlægð frá hótelinu. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er góður veitingastaður og bar og við sundlaugina er lítill snakk-bar. Veitingastaðurinn framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð fyrir gesti. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er mikið lagt upp úr skemmtun fyrir alla aldurshópa. DelfiClub fyrir börn á aldrinum 4 til 11 ára og TeenClub fyrir unglingana. Þar geta krakkarnir eignast nýja vini og lent í eigin ævintýrum undir leiðsögn starfsmanna hótelsins.  

STAÐSETNING

Hotel Playasol er staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL PLAYASOL          

Fullt fæði/Hálft fæði          

Gott aðgengi fyrir fatlaða          

Hlaðborðsveitingastaður  

Útisundlaug          

Rennibrautir          

Öryggishólf          

Svalir            

Bað            

Hárblásari          

Heilsulind          

Leikjaherbergi          

Frítt internet í gestamóttöku(takmarkað)          

Skemmtikraftar          

Barnadagskrá          

Þvottahús

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Avda. Playa Serena, S/N Roquetas de Mar, Almería Spain

Kort