Altea - Kyrrlátt athvarf ferðalangsins
Steinsnar frá fjörugri strandborginni Benidorm bíður bærinn blómlegi Altea, sem stundum er kallaður kyrlátt athvarf listamannana. Þröngar göturnar í gamla bænum og fyrsta flokks veitingastaðir sem seiða til sín ferðalanga í leit að sönnum spænskum anda. Við bjóðum upp á úrvalsgististaði í Altea á góðu verði, fjarri skarkala Benidorm en þó með fjörið í seilingarfjarlægð.
Góð strönd er á Altea, hún er í rauninni samblanda af sandi og steinvölum sem hentar vel til sólbaða eða strand- og sjávarleikja. Þar er einnig starfræktur eini seglbrettaskóli svæðisins, ásamt frábærum köfunarskóla.
Yfir sumarmánuðina iðar bærinn af lífi og þá má finna litla markaði þar sem listamenn bæjarins selja vörur sínar og ýmislegt annað spennandi. Gamli bærinn í Altea er þó það sem stendur uppi hjá flestum sem þangað sækja. Þar er að finna litlar, sjarmerandi verslanir þar sem hægt er að gera góð kaup á leðurvörum, skartgripum, minjagripum og öðrum gersemum. Ekki er heldur langt að sækja í stórar verslunarmiðstöðvar Benidorm fyrir þá sem hugsa stórt. Matur og drykkur er á góðu verði í Benidorm og bæjunum í kring þannig enginn ætti að fara blankur heim úr sólarfríinu.
Afþreying í seilingarfjarlægð
Strætisvagnar ganga frá Benedorm til Altea og einungis 25 mínútna akstur er frá Altea til gamla bæjarins í Benedorm. Þar er til dæmis hægt að heimsækja dýragarðinn Terra Natura en, þar er að finna öll dýr frumskógarins og hægt að fara á skemmtilegar sýningar.
Sjávardýragarðinn Mundomar hafa krakkar alltaf gaman að. Garðurinn var stofnaður árið 1996 og er heimili meira en þrjátíu dýrategunda. Terra mitica er svo einn frægasti skemmtigarður heims, staðsettur steinsnar frá Benidorm. Garðinum er skipt upp í svæði þar sem hægt er að kynnast sögu Grikklands, Egyptalands, Rómar og fleiri menningarsvæða og skemmta sér í ótal tækjum. Vatnsrennibrautargarðurinn Aqualandia er líka frábær staður til þess að eyða dagsstund í skemmtilegum rennibrautum og fjörugu busli sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman að.
Gistingar á Costa Blanca svæðinu
Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.