Benidorm

Gran Hótel Bali er 4ra stjörnu hótel á Costa Blanca ströndinni. Hótelið skiptist í tvær byggingar, sem hvor um sig býður upp á stórbrotið útsýni. Hótelið er staðsett í bænum Cala De Finestrat sem er í næsta nágrenni við Benidorm og í 10 mínútna göngufjarlægð frá einni af fallegustu ströndum svæðisins. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla á hótelinu. Spa svæði hótelsins verður lokað þangað til í Júní vegna endurbóta, en búið er að koma upp aðstöðu fyrir nudd annarstaðar á hótelinu. Líkamsræktarsalurinn verður opinn án gjalds á meðan á framkvæmdum á Spa svæðinu er.

GISTING 

Herbergin eru vel búin með tvíbreiðu rúmi, auk sófa sem nýtist vel sem viðbótar gisting fyrir börn eða unglinga. Öll tveggja manna herbergin eru búin svölum eða verönd sem snúa að strönd eða út að sundlaugargarðinum. Athugið að einstaklingsherbergi á Gran Hótel Bali eru án svala. Herbergin eru vel búin, með loftkælingu og kyndingu (árstíðarbundið), sjónvarpi og öryggishólfi (öryggishólf þarf að leigja hjá gestamóttöku). Öllum herbergjum fylgir lítill ísskápur sem gestir hafa til eigin nota, hvort sem er til að kæla eigin drykkjarföng eða annað sem henta þykir. Baðherbergin eru búin hárþurrku og öllum hreinlætisvörum sem tilheyra 4ra stjörnu hóteli. Herbergin eru þrifin daglega og er herbergisþjónusta í boði allan sólarhringinn. Hægt er að tengjast þráðlausu interneti í herbergjunum gegn gjaldi en hafa ber í huga að netið getur verið hægt á álagstímum. 

AÐSTAÐA 

Garðurinn er mjög skemmtilegur með þremur sundlaugum og tveimur minni pottum ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Sérstakur nuddpottur er í garðinum, brýr og fossar sem gera umhverfið mjög skemmtilegt til að sóla sig í. Á hótelinu eru 14 lyftur, þar af tvær utanáliggjandi með æðislegu útsýni. Hægt er að leigja handklæði til að nota í sundlaugagarðinum og á ströndinni. Frá og með 1. nóvember 2022 verður lokað í heilsulindinni á Hótel Balí og mun hún opna aftur í febrúar 2023. 

AFÞREYING

Gran Hótel Bali leggur mikið upp úr afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Leiktækjasalur, barnaklúbbur, útisvið fyrir dag og kvöldskemmtanir. Á sumrin fer öll kvöldskemmtun fram utandyra til miðnættis. Skemmtidagskrá á kvöldin ásamt dansi. Í kjalla hótelsins er næturklúbbur. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru tveir matsalir, annar á sömu hæð og gestamóttakan og hinn á hæðinni fyrir neðan gestamóttöku. Farþegar sem kjósa að vera í hálfu fæði fá morgunverð og kvöldverð á hlaðborðsveitingastað hótelsins en hægt er að skipta út kvöldverð og fá hádegisverð í staðinn. Þeir sem velja fullt fæði fá morgun-, hádegis- og kvöldverð. Athugið að drykkir eru ekki innifaldir í verði, að undanskyldu kaffi, te og djús með morgunverði. Við sundlaugina er bar sem selur drykki, samlokur og snarl.

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir börn. Barna og skemmtidagskrá er mjög góð yfir sumartímann eða frá 15 júní og út september. Á haustin og vorin er dagskráin í lágmarki. 

STAÐSETNING

Staðsetning hótelsins er mjög góð. Rólegt umhverfi til þess að fjölskyldur geti notið þess að vera saman, en er um leið í seilingarfjarlægð frá veitinga- og kaffihúsum og iðandi mannlífi. Skemmtigarðurinn Terra Mitica er í allra næsta nágrenni og einnig verslunarmiðstöðvarnar La Marina og Carrefour. 

AÐBÚNAÐUR Á GRAN HOTEL BALI 

Tvíbýli/einbýli

Svalir/verönd 

Sjónvarp 

Sófi 

Baðherbergi 

Hárþurrka 

Hreinlætisvörur

Öryggishólf (gegn gjaldi) 

Loftkæling 

Kynding 

Útisundlaug 

Nuddpottur 

Sólbaðsaðstaða 

Sundlaugabar

Líkamsrækt (gegn gjaldi)

Gufubað (gegn gjaldi)

Leikjaherbergi

Leikherbergi 

Skemmtidagskrá 

Barnadagskrá 

Næturklúbbur

Sólarhringsmóttaka

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

 

Líkamsrækt og gufubaðs (Gym & wellness centre) aðstaða verður lokuð vegna viðhalds frá 1.nóvember til 1.mars 2023

 

Upplýsingar

s/n c/ Luis Prendres 03502 Benidorm Alicante Spánn

Kort