Kanarí - Alltaf klassísk!
Það má með sanni segja að Gran Canaria sé reynsluboltinn í sólarlandafjölskyldunni. Það leiðist engum á eyjunni, enda frábært úrval af fjölbreyttri skemmtun fyrir krakka, fullorðna, ömmur og afa á þessari draumaeyju. Á Kanarí mætast frábærir gististaðir, hagstætt verð og mild sólin.
Draumaeyjan í Atlantshafi
Á Gran Canaria njóta börn og fullorðnir sín í botn undir mjúkri sólinni, en veðurfar er jafnt á eynni nánast allt árið um kring. Því er hægt að svamla í sundlauginni í janúar, jafnt sem í júlí. Gran Canaria er þriðja stærsta í eyjan í Kanarí-eyjaklasanum og hefur um áratugaskeið verið langvinsælasti áfangastaður sólþyrstra Íslendinga á faraldsfæti.
Hagstætt verðlag og verslun
Kanarí er stundum líkt við fríhöfn þar sem verðlag er fremur hagstætt, sérstaklega á merkjavöru af öllu tagi og hvers konar skarti. Þar er til dæmis hagsætt að versla úr, skartgripi, myndavélar, hljómtæki og rafmagnsvörur. Þar er líka að finna ótal götusala sem selja allt það glingur sem hugurinn girnist. Reglulega eru settir upp götumarkaðir þar sem hægt er að grafa fram ýmsar gersemar. Á mörkuðum og hjá götusölum er um að gera að prútta um verðið, enda viðtekin venja og besta skemmtun.
Suðræn stemning ræður ríkjum á Kanarí og eru dagarnir tilvaldir í hverskyns letilíf. En þegar rökkva tekur lifna skemmtistaðir og diskótek við þar sem dansað er inn í nóttina.
Fjölda frábærra veitingahúsa er líka að finna á Kanarí þar sem allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi. Matur og drykkur á Gran Canaria er á mjög góðu verði, sem er enn ein ástæðan fyrir því að fólk sem þangað sækir kemur aftur og aftur.
Við bjóðum upp á mikið úrval spennandi gististaða þannig að allir ættu að geta fundið herbergi, íbúðir eða hús sem henta hverjum og einum á góðu verði.
Enska ströndin
Flestir hafa heyrt um Ensku ströndina á Kanaríeyjum, eða Playa de Ingles sem Íslendingar hafa sótt í fjölda ára. Nafnið á bæði við um ströndina og bæinn sjálfan. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Þar er fjörugasta mannlífið, fjöldi góðra gististaða, þjónusta og skemmtun í göngufjarlægð. Þar er líka að finna stærstu verslunarmiðstöðvar eyjunnar, Yumbo, Cita og Kasbah með fjölda verslana, veitinga- og skemmtistaða.
Maspalomas
Maspalomas ströndin er rólegri, þar er umhverfið töfrandi með fögrum görðum og rólegri stemningu. Þar er mesta úrvalið af smáhýsum og hinn þekkti Faro viti, sem lengi hefur verið táknmynd Kanaríeyja. Þar er að finna verslunarmiðstöðina Faro II og 18 holu golfvöll ásamt vatnsrennibrautargarði. Í Maspalomas er líka fjöldi fyrsta flokks veitingahúsa og fjölbreytt mannlífið heillar jafnt að nóttu sem degi.
Puerto Rico - smábátahöfn
Puerto Rico er afar sjarmerandi og fallegur bær á suðvesturhluta eyjunnar Gran Canaria. Bærinn hefur byggst að mestu leyti upp í kringum smábáthafnirnar, en í dag eru þær tvær og við aðra þeirra er að finna ströndina Playa de Puerto Rico. Þar eru fallegir veitingastaðir við sjóinn og góð sólbaðsaðstaða við himinblátt hafið. Bærinn hefur byggst upp í kringum tvær víkur eða tvo dali og rísa hæðirnar í kring tignarlegar yfir svæðið.
Í dalbotninum er að finna skemmtilegt svæði með verslunum, verslunarmiðstöðum, veitingastöðum og leiksvæðið „Angry Bird´s“ sem hentar vel fyrir ungu kynslóðina. Rétt utan við bæinn er svo hin nýja og fagra strönd Playa de Amadores þar sem hægt er að sóla sig allan daginn á hvítum sandi. Fagurblár sjór, veitingastaðir og verslanir eru við ströndina og einnig Amadores Beach Club, sem býður uppá bekki og veitingar í fallegu umhverfi. Puerto Rico státar af einu besta loftslagi sem fyrir finnst á öllum Kanaríeyjunum, allt árið um kring. Við mælum sérstaklega með því að fólk leigi sér bíl og keyri meðfram strandlengjunni eða taki stræisvagnana sem ganga á mill allra bæjanna á suðurhlutanum, því stutt er yfir til Puerti Mogan og Playa del Ingles svæðanna.
Við erum með fimm ólíkar gistingar í boði á þessu skemmtilega svæði. Við smábátahöfnina er að finna ótrúlega falleg íbúðarhótel sem hafa allt til alls og henta fólki sem kýs meiri „lúxus“ og vill vera miðsvæðis.
Fyrir þá sem þora og geta erum við einnig með gistingar í hlíðunum fyrir ofan svæðið, en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni yfir bæinn, smábátahöfnina og Atlantshafið. Þessar gistingar henta ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Til að komast niður í bæinn er hægt að taka leigubíla sem tekur um 5 mínútur og kostar um 5 evrur hvor leið.
Puerto de Mogan - „Litlu Feneyjar“
Einn af fallegustu bæjum eyjunnar er Puerto de Mogan, sem er staðsett á suðvesturhluta Gran Canaria. Puerto de Mogan er stundum kallað litlu Feneyjar sem er nafn með rentu þar sem hafnarsvæðið er allt byggt upp í kringum lítil síki með fallegum veitingastöðum og skemmtilegum gönguleiðum milli húsa. Þessi einstaki hafnarbær býr yfir ótrúlega fallegu og róandi andrúmslofti sem fær mann algjörlega til þess að slaka á, njóta og hvílast. Falleg strönd er við höfnina með veitingastöðum og börum og þar fyrir ofan eru verslanir og útivistarsvæði.
Gistingarnar okkar á svæðinu eru glæsilegar og hannaðar til að gefa fólki tækifæri á að slaka á og njóta hverrar sekúndu í fallegum vistarverum og görðum sem umlykja hótelin. Þetta svæði hentar öllum, sem vilja lúxus og endurnæringu á líkama og sál.
Las Palmas - Höfuðborg Gran Canaria
Las Palmas er höfuðborg Gran Canaria og um leið Austurhéraðs Kanaríeyja. Í Las Palmas býr um helmingur allra íbúa Austurhéraðs. Í borginni er fjölbreytilegt menningar- og mannlíf jafnt að nóttu sem degi, sérstaklega í gamla borgarhlutanum. Kaffihús eru þar á hverju strái, sem og einstök flóra veitingastaða og öldurhúsa þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Við mælum sérstaklega með dagsferð til þessarar skemmtilegu, líflegu borgar þar sem gaman er að skoða mannlífið, smakka alvöru spænskan mat og njóta lífsins.
Gistingar á Gran Canaria
Corona Blanca er ein eftirsóttasta íbúðargisting Íslendinga undanfarin ár, enda á frábærum stað við Kasbah-torgið á Ensku ströndinni. Á gististaðnum er góð þjónusta, rómaður veitingastaður í byggingunni og kaffihús, fallegur sundlaugargarður og í næsta nágrenni eru verslanir og ströndin innan seilingar