Enska ströndin

Servatur Don Miguel er gott 3ja stjörnu hótel, vel staðsett á Ensku ströndinni. Á hótelinu er góður garður með stórri sundlaug og skemmtidagskrá er öll kvöld. Innifalið er hálft fæði. Þetta hótel er einungis fyrir 18 ára og eldri.

GISTING 

Herbergin, sem öll eru með viftu, eru smekklega innréttuð með síma, sjónvarpi og góðu baðherbergi. Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA

Góður garður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Sundlaugin er upphituð yfir vetrarmánuðina. Gestum er einnig frjálst að sækja líkamsrækt hótelsins, sér að kostnaðarlausu. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti í sameiginlegu rými, frítt internet er þó í gestamóttöku. 

AFÞREYING

Á hótelinu er nóg um að vera og skemmtidagskrá flest kvöld vikunnar ásamt lifandi tónlist. 

VEITINGAR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingarstaður, auk þess eru tveir barir.

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett á Ensku ströndinni rétt hjá Yumbo og stutt er í alla helstu þjónustu. 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda Tirajana, 30 35100 Playa del Inglés

Kort