Design Plus Bex er nýtt 4ra stjörnu hótel opnað i febrúar 2018. Hótelið er staðsett í hjarta Las Palmas þar sem stutt er í allt það helsta, s.s. verslunarmiðstöðvar, söfn og strendur. Hótelið er tilvalið fyrir viðskiptaferðir.
GISTING
Herbergin eru fallega innréttuð í nýtískulegum stíl. Herbergin eru fallega innréttuð í nýtískulegum stíl. Hægt er að velja á milli tvíbýli deluxe og Tvíbýli superior sem bæði hafa allt það helsta, t.d. hárþurrka, sturta, sími, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, frítt wi-fi og minibar (gegn gjaldi) en auk þess hefur Tvíbýli superior Nespresso kaffivél með daglegri áfyllingu og býðst gestum þeirrar herbergjatýpu daglega kokteilar á þakbarnum.
AÐSTAÐA
Á þaki hótelsins er bar og setusvæði þar sem hægt er að njóta sín við gott útsýni. Engin sundlaug er til staðar en góð sólbaðsaðstaða á þaki hótellsing og ströndin er í einungis um 6 mínútna göngufjarlægð.
AFÞREYING
Hægt er að slaka á á barnum og stutt í alla helstu þjónustu sem Las Palmas býður upp á.
VEITINGASTAÐIR
Einn veitingastaður með morgunverðarhlaðborði er á hótelinu sem og tveir barir, annar í móttöku hótelsins og hinn á þaki þess.
STAÐSETNING
Hótelið er í höfuðborginni Las Palmas og er stutt í alla þjónustu.
AÐBÚNAÐUR Á DESIGN PLUS BEX
Verönd
Sólarverönd
Líkamsrækt
Veitingastaður (morgunverðarhlaðborð)
Sólarhringsmóttaka
Tveir barir
Lestrar/slökunarsvæði
Upplýsingar
Calle Leon y Castillo no 330, 35007 Las Palmas, Spánn
Kort