Enska ströndin

Hotel Bull Escorial & Spa er 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Hótelið er við Italíu götuna, staðsett nálægt ströndinni. Gróðursæll garður með sundlaug og barnalaug. 

GISTING 

Snyrtileg herbergi með svölum eða verönd. Sjónvarp og frítt internet er á herbergjum. Athugið að ekki er loftkæling á herbergjum heldur vifta. Hægt er að fá loftkælingu og afnot af öryggishólfi, gegn gjaldi. Hægt er að bóka svokölluð Superior herbergi með útsýni. 

AÐSTAÐA 

Gróðursæll garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu með sólhlífum og bekkjum. Í garðinum er einnig sundlaugabar þar sem gestir geta vökvað sig í sólinni. Heilsurækt og heilsulind er á hótelinu fyrir þá sem vilja láta dekra við sig og slaka á í finnskri saunu, gufubaði eða fljóta í saltvatnslaug(gegn gjaldi). 

AFÞREYING 

Ýmis afþreying er í boði svo sem pool, leikjaherbergi, tennis og mini-golf. 

VEITINGAR 

Á Hotel Escorial er veitingastaður með hlaðborð og bar. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ESCORIAL & SPA 

Útisundlaug

Barnalaug 

Leikvöllur 

Sólbaðsaðstaða 

Pool 

Leikjaherbergi 

Hlaðborðsveitingstaður 

Bar 

Vifta 

Baðherbergi 

Sjónvarp 

Svalir/verönd

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. Italia Playa del Ingles, Spain

Kort