Playa del Cura

Labranda Costa Mogán er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett við strönd á rólegu svæði á suðurhluta Gran Canaria. Þetta nútímalega og vel hannaða hótel hefur óviðjafnanlegt útsýni yfir Atlantshafið sem veitir gestum glæsilega sólarupprás og sólsetur daglega. Friður og gróður eru ríkjandi þema á hótelinu sem gefur einstaklega þægilegt andrúmsloft. Aðstaðan er til fyrirmyndar, á svæðinu eru tvær sundlaugar og barnalaug, hægt er að kaupa aðgang að lúxus sólbaðsaðstöðu (e. Balinese beds). Öll herbergin hafa loftkælingu. 

 

GISTING 

Herbergin eru einstaklega rúmgóð og stílhrein með svölum og útsýni yfir hafið, sundlaugina eða hótelinngang. Herbergin eru útbúin helstu þægindum svo sem sófa, sjónvarpi, wifi, síma, öryggishólfi og loftræstingu. Baðherbergi eru með hárþurrku og hreinlætisvörum

 

AÐSTAÐA 

Aðstaðan er til fyrirmyndar, á svæðinu eru tvær sundlaugar og barnalaug, hægt er að kaupa aðgang að lúxus sólbaðsaðstöðu (e. Balinese beds). Veitingastaður Labranda Costa Mogan framreiðir alþjóðlega og svæðisbundna rétti. Snarl eru í boði og setustofubar hótelsins býður upp á kvöldskemmtun. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á hótelinu. Móttakan er opin allan sólahringinn.

 

AFÞREYING 

Á hótelinu er fjölbreytt dagskrá fyrir fullorðna og börn, lifandi tónlist erí boði.
 

FYRIR BÖRNIN

Margt skemmtilegt um að vera fyrir börnin, dagskrá er fyrir börn með afþreyingu á hverjum degi. Einnig er hægt að leigja kayak á svæðinu, fara í blak eða borðtennis.

 

 

AÐBÚNAÐUR 

Sólbekkir 

Barnalaug 

Líkamsrækt 

Borðtennis

Leikvöllur

Snarlbar 

Barnadagskrá 

Svalir eða verönd 

Baðherbergi með baðkari/sturtu

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Avenida de la Playa 4, Playa del Cura, 35158 Mogán, Gran Canaria, Spain

Kort