Abora Buenaventura, áður Hótel IFA Buenaventura, er mjög þægilegt og gott 4ra stjörnu hótel á góðum stað á Ensku ströndinni. Hótelið var gert upp árið 2019. Stutt er í alla þjónustu, matvörumarkaði, verslanir og veitingahús.
GISTING
Herbergin eru einstaklega rúmgóð með sófa, sjónvarpi, minibar, wifi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftræstingu, hraðsuðukatli og skrifborði. Baðherbergi eru með hárþurrku og hreinlætisvörur
Öll herbergi eru með svalir með garðhúsgögnum og útsýni yfir garð eða sundlaug. Gestir hafa kost á að bóka herbergi á sjöttu hæð eða ofar, gegn auka gjaldi.
AÐSTAÐA
Hótelið samanstendur af átta byggingum sem skiptist í tvo hluta, annar hluti er fyrir fjölskyldur og hinn er aðeins fyrir fullorðna. Í fjölskyldu hlutanum er frábær barnalaug með vatnaleiksvæði.
Á hótelinu eru þrjár upphitaðar ferskvatns laugar, ein stór, önnur minni og svo barnalaugin.
Góð sólbaðsaðstaða með sóbekkjum og garði.
Á hótelinu er lítil verslun, bílastæði, hjólaleiga og hárgreiðslustofa. Móttakan er opin allan sólahringinn.
AFÞREYING
Á hótelinu er fjölbreytt dagskrá fyrir fullorðna og börn, skemmtisýningar og leikir.
Í boði eru margs konar íþróttaiðkun líkt og aerobic, fótbolti, körfubolti, pingpong, pílukast, fitness, blak og fleira. Tveir golfvellir eru í næsta nágrenni við hótelið, minna en 3 km frá hótelinu, Maspalomas Golf og Meloneras Golf. Þá er einnig mikil dagskrá á hótelinu á kvöldin þar sem skemmtikraftar sjá um alla dagskrá.
VEITINGAR
Hlaðborðsveitingastaðurinn er með morgunverð, hádegis og kvöldverð. Það er sér barnahlaðborð fyrir þau yngstu. Á kvöldin eru mismunandi þemu.
Snack and Go: Er skipt í fjóra mismunandi hluta eftir matseld. Italian: Pizzur, bruchetta og panini. Burger: mismunandi hamborgarar, pylsur, naggar og fleira. Natural: breytilegt frá degi til dags, býður upp á þeytinga, salöt, tortillur, samlokur og fleira. Desserts:mismunandi eftirréttir og ferskir ávextir.
Lobby bar -terrace: Er með alls konar drykki, kokteila, kaffi og fleira.
Pool Bar: drykkir, kokteilar, snarl og fleira.
FYRIR BÖRNIN
Margt skemmtilegt um að vera fyrir börnin, krakkaklúbbur, krakkadiskó, barnasundlaug, leikvöllur, vatnaleiksvæði og sér hlaðborð fyrir börn.
STAÐSETNING
Hótelið er á góðum stað á Ensku ströndinni. Ströndin er í 600m fjarlægð og aðeins 50 metrar að næstu verslun. Hótel sem hentar fjölskyldunni vel.
AÐBÚNAÐUR Á Abora BUENAVENTURA
Sólbekkir
Barnalaug
Leikvöllur
Tennisvöllur
Borðtennisvöllur
Líkamsrækt
Snarlbar
Hárgreiðslustofa
Barnadagskrá
Svalir eða verönd
Baðherbergi með baðkari/sturtu
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
Upplýsingar
C. Gánigo, Plaza de Ansite s/n, 35100 Playa Del Ingles
Kort