IFA Interclub Atlantic Hotel er 3ja stjörnu hótel, vel staðsett á uppi á hæð á San Augustin ströndinni á suðurhluta Gran Canaria. Frábært útsýni er úr sundlaugargarðinum yfir fallega ströndina. Á hótelinu er barnaklúbbur og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna ásamt sundlaugagarði.
GISTING
Herbergin eru snyrtileg tvíbýli með rúmi og svefnsófa. Þar er einnig að finna baðherbergi með baðkari, síma og sjónvarp. Herbergjum fylgja svalir eða verönd búin garðhúsgögnum. Á hótelinu eru einnig svokölluð fjölskylduherbergi sem henta fjölskyldum á ferð og flugi. Fjölskylduherbergin eru stærri, með stofu og svefnaðstöðu(athugið ekki er um að ræða íbúð með svefnherbergi heldur er hér um að ræða eitt rými). Fjölskylduherbergjunum fylgja einnig svalir eða verönd með garðhúsgögnum.
AÐSTAÐA
Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum ásamt sundlaug með rennibrautum sem ættu að kæta yngri gestina. Á hótelinu er einnig lítil verslun, tennisvöllur og heilsurækt. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu neti gegn gjaldi. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
AFÞREYING
Á IFA Interclub Atlantic Hotel leiðist engum. Hér er í boði skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaðurinn El Jardín sem býður upp á fjölbreytt hlaðborð. Þar er einnig að finna sundlaugarbarina El Palmeral og El Cuarto ásamt börunum Tearto og Disco Pub Bora Bora þar sem mikið fjör er gjarnan á kvöldin.
FYRIR BÖRNIN
Á hótelinu er barnaklúbbur og sundlaugin er sérstaklega skemmtileg fyrir krakka.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett uppi á hæð á San Augustin ströndinni með fallegt útsýni yfir hafið.
AÐBÚNAÐUR Á IFA INTERCLUB ATLANTIC HOTEL
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Gróðursæll garður
Rennibrautir
Tvíbýli
Fjölskylduherbergi
Svefnsófi
Svalir/verönd
Baðherbergi
Baðkar
Sjónvarp
Sími
Skemmtidagskrá
Veitingastaður
Sundlaugarbar
Bar
Diskóbar
Barnaklúbbur
Sólarhringsmóttaka
ATH
Upplýsingar
Los Jazmines, 2 - San Augustin, Gran Canaria - Espana
Kort