Enska ströndin

Hotel Abora Continental, áður IFA Continental, er gott 3ja stjörnu hótel nálægt hjarta Ensku strandarinnar, stutt frá iðandi mannlífinu og ströndinni góðu. Í garðinum er góð sundlaug og í boði er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á kvöldin. Hótelið var gert upp árið 2018.

GISTING 

Tvíbýlin eru snyrtileg og búin helstu þægindum; sjónvarpi, síma og fríu WI-FI. Herbergjunum fylgja svalir eða verönd. Baðherbergi með baðkari og loftkæling. Í deluxe tvíbýlunum er Nespresso kaffivél. Einnig eru fjölskylduherbergi sem eru innréttuð í skemmtilegum stíl.

AÐSTAÐA 

Góður garður með tveimur sundlaugum og barnalaug sem og aðstöðu til sólbaða. Við sundlaugina geta gestir leigt handklæði gegn gjaldi. Þar er einnig að finna leikvöll fyrir börnin. Sérstakt internet svæði er á hótelinu með tölvum. Hárgreiðslustofa og nuddstofa eru á hótelinu fyrir þá sem vilja láta dekra við sig. 

AFÞREYING 

Á hótelinu eru kvöldskemmtanir fyrir alla fjölskylduna þar sem skemmtikraftar troða upp. Á hótelinu er einnig hjólaleiga, svo tilvalið er fyrir gesti að leigja hjól (gegn gjaldi) og kanna nærumhverfi hótelsins á hjóli. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, þrir barir og þar af sundlaugabar og snarlbar.

FYRIR BÖRNIN 

Í garðinum er leikvöllur og mini-klúbbur er fyrir hressa krakka. Mini-diskó er á kvöldin. 

STAÐSETNING 

Hótelið er mjög vel staðsett rétt við Ensku ströndina og stutt frá allri helstu þjónustu. Í nálægð er aragrúi veitingahúsa og kaffihúsa. 

AÐBÚNAÐUR Á ABORA CONTINENTAL 

Sólarhringsmóttaka 

Internetsvæði

Leikvöllur 

Útisundlaug 

Barnalaug                                                                                                                                                                                                                       

Sólbaðsaðstaða

Leikherbergi

Handklæðaþjónusta

Hárgreiðslustofa 

Nudd 

Gufubað

Verslun 

Hjólaleiga 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avenida de Italia, 2, E-35100, Playa del Inglés, Gran Canaria

Kort