San Agustin

DON GREGORY by Dunas er ágætt 4ra stjörnu hótel við ströndina í San Agustin,  eitt af frábærum „strandhótelum“ á Gran Kanarí en hótelið liggur alveg við Las Burras ströndina. Verslanir, veitingahús og barir í næsta nágrenni. Garður með sundlaug og sólbekkjum. Nær öll herbergi hafa sjávarsýn. Hótelið er einungis fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Stór og björt, loftkæld herbergi með sjónvarpi, baðherbergi og svölum eða verönd. Fallegt útsýni er yfir ströndina og sjóinn. Hægt er að óska eftir mini-bar. Premium tvíbýli með sjávarsýn er á 7. - 8. hæð. Premium tvíbýli TOP með sjávarsýn  er á 9. hæð. Í Premium herbergjum eru baðsloppar, inniskór, aðgangur að einka verönd, te/kaffisett og auka þjónusta í boði. Í öllum herbergjum er frítt internet.

AÐSTAÐA 

Lítill, snyrtilegur garður með sundlaug, sólbekkjum og sólhlífum. Úr garðinum er fallegt útsýni út að ströndinni og sjónum. Sundlaugin er upphituð yfir vetrarmánuðina. Hægt er að fá handklæði til afnota í garðinum gegn tryggingu. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og heilsulind þar sem hægt er að fá nudd og margskonar meðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er einnig sérstakt svæði þar sem gestir geta baðað sig í sólinni án sundfata. 

AFÞREYING

Skemmtidagskrá: Tvisvar í viku er lifandi tónlist fyrir gesti að kvöldlagi. Spa er á hótelinu og stutt er í ýmiskonar vatnaíþróttir. 

VEITINGAR 

Í gestamóttöku er mjög fallegur veitingastaður sem nýlega hefur verið uppgerður. Á hótelinu er einnig píanóbar og sundlaugarbar.

Gestir hótelsins sem eru í "allt innifalið" og gestir sem eru í Premium herbergjum með hálft fæði,  fá einn frían dinner á The Burras Beach House ásamt völdum drykkjum. Aðrir gestir fá 20% afslátt af veitingum á The Burras Beach House. Panta þarf fyrirfram í gestamóttöku hótelsins.

 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett við ströndina í San Agustin við Las Burras ströndina á suðurhluta Kanarí. Verslunarmiðstöð San Agustin er beint á móti hótelinu og 25 km í flugvöllinn. 

San Agustin er rólegur strandbær á suðurhluta eyjunnar Gran Canaria. Þetta svæði einkennist af rólegu umhverfi og er frábært fyrir fólk sem er að leita sér að hvíld. Góð strönd er við San Agustin og Don Gregory er staðsett einmitt við þessa strönd. Göngustígur er meðfram sjónum þar sem hægt er að ganga yfir á Ensku ströndina. 

AÐBÚNAÐUR Á DUNAS DON GREGORY 

Útisundlaug 

Sólbekkir 

Stutt í strönd 

Sólhlífar 

Nektarverönd 

Svalir eða verönd 

Hárþurrka 

Baðkar eða sturta 

Sjónvarp 

Internet 

Loftkæling

Tennisvöllur 

Leikjaherbergi

Hjólaleiga

Skemmtikraftar

Lifandi tónlist 

Snarlbar 

Hlaðborðsveitingastaður 

Barir 

Sólarhringsmóttaka

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avda las Dalias 11, 3500 San Augustin, Gran Canaria

Kort