Maspalomas

MIRADOR MASPALOMAS by Dunas, er fjölskylduvænt 3ja stjörnu hótel á Sonnenland / Maspalomas svæðinu. Hótelið er í sex byggingum með stórt sundlaugasvæði í miðjunni. Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem matvörumarkað, apótek, veitingastaði og fleira. Þar sem hótelið er staðsett um 3,5 km frá strönd býður hótelið uppá fríar ferðir 4 sinnum á dag frá hóteli niður á strönd og tilbaka. Einnig gengur strætó á 15 mín. fresti. 

GISTING

Einföld, snyrtileg og rúmgóð herberbergi með gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi gegn gjaldi, viftu og svölum eða verönd.

AÐSTAÐA

Stór og góður garður, með sólbekkjum og sólhlífum, nuddpotti og tveimur sundlaugum, en önnur þeirra er upphituð yfir vetrarmánuðina. Sérstök barnalaug og leiksvæði fyrir börnin.

AFÞREYING

Skemmtidagskrá og sýningar eru tvisvar í viku og boðið er upp á borðtennis fyrir gesti hótelsins. Gegn gjaldi er hægt að spila billjard og fótboltaspil, hafa aðgengi að internetinu, komast í þvottavélar og komast í dekur með því að panta sér nudd. Golfvellir eru í 2 km fjarlægð frá hótelinu.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með úrvali spænskra- og alþjóðlegra rétta, snarlbar með léttum réttum, sundlaugarbar og diskótek.

Gestir hótelsins sem eru í tveggja manna herbergjum, fjölskylduherbergjum eða herbergjum með sundlaugarsýn, bókaðir með allt  innifalið,  fá einn frían dinner á The Love and Hate veitingastaðnum og Osaka veitingastaðnum sem eru rétt við hótelið, ásamt völdum drykk.Panta þarf fyrirfram í gestamóttöku hótels.  Aðrir gestir hótelsins fá 10% afslátt á þessum veitingastöðum. Allir gestir Mirador Maspalomas hótelsins fá 10% afslátt á The Irish Sport Pub sem er rétt við hótelið. 

FYRIR BÖRNIN

Sérstök barnalaug og leiksvæði fyrir börnin.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett ofarlega á Maspalomas svæðinu við Sonnenland á Gran Canaria. Verslunarmiðstöðin El Tablero er 1 km í burtu og 3,5 km eru í ströndina, en frí skutla er á ströndina nokkrum sinnum á dag. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL DUNAS MIRADOR

Útilaug 

Barnalaug

Frí skutla til og frá ströndinni

Svalir/verönd 

Gervihnattarsjónvarp 

Skemmtidagskrá og sýningar

Leiksvæði 

Nuddpottur 

Billjard

Borðtennis

Fótboltaspil

Hlaðborðsveitingastaður 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

C/ Einstein, s/n, E-35100 Maspalomas, Gran Canaria

Kort